Kevin Spacey tók í gær við heiðursverðlaunum í Ítalíu, einungis nokkrum dögum eftir að hann kom fyrir dóm í London í gegnum myndbandsbúnað og neitaði ásökunum um kynferðisofbeldi. Leikarinn, sem er 63 ára gamall, hafði fyrir það neitað fyrir fleiri ásakanir um kynferðisofbeldi sem tengdust þremur öðrum mönnum sem nú eru á fertugs- og fimmtugsaldri.
Spacey fékk heiðursverðlaunin sem um ræðir fyrir framlag sitt til kvikmyndargerðar. Í þakkarræðu sinni þakkaði leikarinn kvikmyndasafninu í Turin fyrir að þora að bjóða sér.
Í viðtali við ítalska fjölmiðilinn Ansa útskýrði Spacey hvernig hann hefur lifað lífi sínu í kjölfar ásakananna. „Ég lifi mínu lífi á hverjum degi, ég fer á veitingastaði, ég hitti fólk, keyri, spila tennis, ég hef alltaf náð að hitta göfugt, ósvikið og samúðarfullt fólk. Ég hef ekki falið mig, ég er ekki búinn að lifa í helli,“ sagði hann í samtali við Ansa.
Sem fyrr segir kom Spacey fyrir dóm síðastliðinn föstudag og neitaði ásökununum um ofbeldið. Þann 6. júní næstkomandi hefjast fjögurra vikna löng réttarhöld yfir honum vegna málsins.