fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Dani dæmdur fyrir landráð

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. september 2022 20:00

Hann var sýknaður af ákæru um tvö morð. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undirréttur í Kaupmannahöfn dæmdi í gær Jacob el-Ali í 14 ára fangelsi fyrir landráð og hryðjuverk. Þetta er í fyrsta sinn sem einhver er dæmdur fyrir brot gegn grein 101a í hegningarlögunum um landráð.

Jacob, sem er 33 ára og af dönskum og palestínskum ættum, var fundinn sekur um að hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamska ríkið og fyrir að hafa barist með samtökunum þegar Danmörk og önnur vestræn ríki börðust við samtökin í Írak og Sýrlandi.

Allt að 16 ára fangelsi liggur við brotum gegn grein 101a en dómarinn mat það Jacob til refsilækkunar að hann viðurkenndi brot sín og var samstarfsfús við rannsókn málsins. Hann játaði allar sakargiftir fyrir dómi.

Hann sagðist hafa fæðst í Líbanon en hafi alist upp í Kaupmannahöfn og hafi skólagangan reynst honum erfið. Þegar hann var um tvítugt hafi hann leiðst út í afbrot. Honum fannst lífið vera tilgangslaus og hélt því til Sýrlands 2013 því hann vildi gera gagn.  Hann sagðist ekki hafa verið mjög trúaður og hafi sjaldan farið í mosku.

Í fyrstu fékk hann hernaðarþjálfun hjá einum hópi al-Kaída og síðan hélt hann til borgarinnar Raqqa sem var höfuðstaður Íslamska ríkisins.

Hann sagðist hafa orðið vitni að grimmd félaga hryðjuverkasamtakanna í borginni. Hann hafi séð marga tekna af lífi og meðal annars séð ungan mann krossfestan fyrir rán.

Dag einn þegar hann var á leið í mat með vini sínum ók hann fram hjá torgi í borginni þar sem mörg lík og afhöggin höfuð voru. Hann stillti sér upp og tók myndir af sér með þeim og birti síðan á Facebook. Fyrir dómi sagðist hann sjá eftir þessu og áttaði sig á að þetta hafi verið „sjúkt“.

Hann barðist með Íslamska ríkinu og lýsti því fyrir dómi hvaða þátt hann tók í bardögum.

Hann kvæntist þrisvar sinnum á meðan á dvöl hans í Sýrlandi stóð og eignaðist fimm börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Salah hetja Egyptalands
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum