fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Fundu 20.000 óskráðar sundlaugar í Frakklandi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 3. september 2022 11:30

Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með því að nota gervigreind hafa frönsk yfirvöld fundið rúmlega 20.000 óskráðar sundlaugar í landinu. Þetta hefur skilað franska ríkiskassanum töluverðum fjárhæðum því eigendur lauganna þurfa að greiða 10 milljónir evra í gjöld af þeim.

BBC skýrir frá þessu. Ástæðan fyrir hærri gjöldum er að sundlaugar, við íbúðarhús, hækka fasteignamat og þar með fasteignaskatta.

Til að finna sundlaugarnar var notast við hugbúnað sem Google og franska ráðgjafafyrirtækið Capgemini hönnuðu. Hugbúnaðurinn fann síðan sundlaugar á loftmyndum af níu héruðum landsins þegar tilraun var gerð með hann í október 2021. Yfirvöld segja að líklega verði hugbúnaðurinn notaður til að fara yfir loftmyndir af öðrum héruðum landsins.

Árið 2020 voru rúmlega 3,2 milljónir einkasundlauga skráðar í Frakklandi en samhliða heimsfaraldri kórónuveirunnar jókst sala á sundlaugum því fólk vildi greinilega komast í sundlaug þegar það var að vinna heima.

Skattyfirvöld segja að hugsanlega verði einnig hægt að nota hugbúnaðinn til að finna óskráðar viðbyggingar, sólpalla og garðskála. Greiða þarf fasteignaskatta af slíku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur
Pressan
Í gær

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda

Telja að hryðjuverk hafi verið yfirvofandi innan fárra klukkustunda
Pressan
Í gær

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu

Mike Tyson blandar sér í umræðuna um hvort 100 karlar myndu ráða við eina górillu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana