fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
Pressan

Samkynhneigðir ísbirnir reita ítalskan stjórnmálamann til reiði

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. september 2022 13:30

Samkynhneigðir ísbirnir hneyksla ítalskan pólitíkus.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalir ganga að kjörborðunum þann 25. september og kjósa til þings. Kosningabaráttan hefur verið hörð og mörg málefni virðast vera stjórnmálamönnum hugleikinn þessa dagana. Meðal annars réðst Federico Mollicone, úr hinum hægrisinnaða flokki Fratelli d‘Italia, harkalega á samkynhneigða ísbirni.

Fratelli d‘Italia nýtur góðs stuðnings Ítala þessa dagana og miðað við skoðanakannanir mun flokkurinn sigra í kosningunum. Hvort stuðningsmenn flokksins hafi einnig áhyggjur af samkynhneigðum ísbjörnum er hins vegar annað mál.

Mollicone veittist harkalega að nýjum þætti úr teiknimyndaþáttaröðinni um Gurru grís og segir að í honum sé verið að „innræta“ óæskilegar hugmyndir  því í þættinum koma lesbískir ísbirnir við sögu. Hann hvatti ítalska ríkissjónvarpið, Rai, til að sýna þáttinn ekki.

The Guardian segir að þátturinn, sem heitir „Families“, hafi verið sýndur í bresku sjónvarpi í fyrsta sinn fyrir tæpum hálfum mánuði. Í honum komu tveir lesbískir ísbirnir við sögu. Persóna, sem heitir Penny, segi í þættinum að hún eigi heima hjá mömmu sinni og hinni mömmu. Önnur mamman sé læknir en hin sjóði spaghettí. Síðan sest fjölskyldan saman að snæðingi.

Mollicone sagði að það sé „óásættanlegt“ að sýna þáttinn á Ítalíu. „Við getum ekki sætt okkur við kynjainnrætingu. Enn einu sinni hefur pólitísk rétthugsun tekið völdin, á kostnað barnanna okkar. Mega börn ekki bara vera börn,“ sagði hann í samtali við La Stampa að sögn The Guardian.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 4 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu

Raðspýtarinn í New York var barinn til óbóta eftir yfirheyrslu hjá lögreglu