fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

DNA geimfara breytist í geimferðum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. september 2022 20:00

Scott Kelly, geimfari og verkfræðingur. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í frysti, sem er stilltur á mínus 80 gráður, er blóð sem hefur verið þar í 20 ár. Þetta er blóð úr geimförum sem tóku þátt í rannsókn á áhrifum stuttra geimferða á heilsufar þeirra.

14 geimfarar tóku þátt í rannsókninni. Blóðsýni voru tekin úr þeim tvisvar, 10 dögum áður en þeir fóru út í geim og degi eftir að þeir lentu aftur á jörðinni. Síðan voru sýnin geymd í frysti í 20 ár.

Space.com skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir, sem stóðu að rannsókninni, segi að rannsóknin hafi leitt í ljós að geimferðir breyti DNA geimfara sem aftur þýðir að þeir eru í aukinni hættu á að fá krabbamein. Þetta er þó ekki svo miklu meiri hætta að það teljist krítískt.

Rannsóknin leiddi í ljós að stökkbreytingar höfðu orðið á genum í stofnfrumum geimfaranna.

Vísindamennirnir leggja því til að meiri athygli verði beint á hættunni á að geimfarar fái sjúkdóma af völdum geimferða og að fylgst verði vel með þeim með tíðum blóðsýnatökum.

Í fréttatilkynningu er haft eftir David Goukassian, prófessor í læknisfræði, að tilvist þessara stökkbreytinga sé ekki endilega ávísun á að geimfarar fái hjartasjúkdóma eða krabbamein en það sé hætta á að það geti gerst með tímanum ef þeir eru langtímum saman úti í geimnum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Communications Biology.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 4 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku

Unglingsstúlka sagðist ofsótt af konudraugi — Síðan fannst hauskúpa konu í Hello Kitty dúkku
Pressan
Fyrir 1 viku

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans

Verður leiddur fyrir aftökusveit á föstudag: Sagður vera stórskemmdur eftir áfengis- og eiturlyfjanotkun móður hans
Pressan
Fyrir 1 viku

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll

Varar við ferðalögum til vinsæls áfangastaðar eftir óhugnanleg dauðsföll
Pressan
Fyrir 1 viku

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa

Ákærður fyrir tvö morð – Segir dulkóðuð skilaboð kakkalakka hafa sagt sér að drepa