fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Rykkorn á Ryugu geta hugsanlega veitt svör um tilurð heimshafanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 19:00

Ryugu. Mynd:Japan Aerospace Exploration Agency/University of Tokyo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rykkorn, sem eru eldri en sólkerfið okkar, fundust á loftsteininum Ryugu sem er um 320 milljónir kílómetra frá jörðinni. Þessi rykkorn geta hugsanlega varpað ljósi á hvernig heimshöfin urðu til.

Það var japanskt geimfar sem tók jarðvegssýni á Ryougu 2018 og 2019 og flutti til jarðarinnar. Daily Mail segir að vísindamenn segi að rykagnir, sem voru í sýnunum, séu úr kísilkarbíði sem er efnasamband sem myndast ekki náttúrlega á jörðinni.

Sólin og pláneturnar í sólkerfinu okkar eru um 4,6 milljarða ára gamlar en alheimurinn um 13,7 milljarða ára gamall.

Rannsókn á sýnunum, sem voru tekin á Ryugu, bendir til að vatn hafi borist til jarðarinnar með loftsteinum frá ystu mörkum sólkerfisins.

Vísindamenn eru að rannsaka þessi efni til að reyna að varpa ljósi á uppruna lífsins og myndum alheimsins.

Gögn benda til að Ryugu geti verið leifar af eldgamalli halastjörnu sem hafi verið á ferð um sólkerfið í tugi þúsunda ára. Hár hiti hafi síðan þurrkað halastjörnuna upp og breytt henni í loftstein.

Í grein í Nature Astronomy segja vísindamennirnir að sýnin frá Ryugu geti veitt vísbendingar um hvernig heimshöfin mynduðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Diane Keaton er látin

Diane Keaton er látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn