fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Einfalt ráð fyrir karla sem vilja hleypa meira fjöri í kynlífið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. ágúst 2022 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Almennt er talið að  karlar hafi meiri óbeit á heimilisstörfum en konur en hvort það er rétt er nú annað mál. Þeir þykja því kannski frekar duglegir við að koma sér hjá því að sinna heimilisstörfum, hvort sem það er að sjá um þvottinn, skúra eða eldhúsverkin. En þetta eru mistök hjá þeim ef marka má niðurstöður nýrrar rannsóknar.

Niðurstöður hennar sýna að karlar geta hleypt meira fjöri í kynlífið og aukið tíðnina með því að taka á sig meiri ábyrgð heima fyrir og sinna húsverkum.

Daily Mail segir að ástralskir vísindamenn hafi gert könnun meðal tæplega 300 gagnkynhneigðra kvenna, sem voru giftar eða í sambandi, um kynlíf þeirra og hver sinnti húsverkunum.

Niðurstaðan er að eftir því sem meira jafnræðis gætti á milli kynjanna, þeim mun ánægðari voru konurnar í samböndum sínum og það skilaði sér út í löngun þeirra til að stunda kynlíf.

Höfundar rannsóknarinnar segja að „kynlífsneistar fljúgi“ þegar karlarnir sjái um sanngjarnan hluta af heimilisstörfunum.

Í grein, sem tveir höfundar rannsóknarinnar skrifuðu í The Conversation, segja þeir að niðurstöðurnar bendi til að lítil löngun kvenna til að stunda kynlíf tengist hugsanlega því vinnuálagi sem er á þeim heima fyrir.

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að konur sinna fleiri húsverkum en karlar og eyða meiri tíma í að annast börn en þeir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin