fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Pressan

Heimila flengingar á nýjan leik í skólum í Missouri

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 25. ágúst 2022 19:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Cassville skólaumdæminu í Missouri í Bandaríkjunum hefur fræðsluráðið ákveðið að heimila að nemendur verði flengdir. Þetta var samþykkt á fundi ráðsins í júní. Flengingar voru leyfðar í skólaumdæminu þar til 2001.

The Guardian skýrir frá þessu og vísar í umfjöllun Springfield News Leader.

Samkvæmt nýju reglunum verður heimilt að rassskella nemendur, með spaða, í skólastofum. Ákvörðunin var tekin á grunni könnunar sem foreldrar svöruðu á síðasta ári. Í ljós kom að þeir vildu að kennarar hefðu fleiri möguleika til að beita agaviðurlögum.

Eru foreldrarnir sagðir hafa viljað að skólarnir hefðu fleiri möguleika en að vísa börnum úr skóla í refsingarskyni.

Flengingar verða aðeins heimilar sem „síðasta úrræði“ ef önnur agaviðurlög bera ekki árangur. Foreldrar þurfa að gefa leyfi til að flengja megi börn þeirra og skrifa undir skjal þess efnis. Ekki liggur fyrir hversu margir foreldrar munu heimila þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi

Ungur áhrifavaldur strandaglópur á Suðurskautinu – Lenti flugvél sinni þar í heimildarleysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár

Fjárhirðir fann lík í jökli – Hafði verið saknað í 28 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband

Óhugnanlegt sjónarspil í morgunumferðinni – Myndband