fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Dularfulli „Herramaðurinn“ sem fannst í Norðursjónum – Hver var hann?

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 14. ágúst 2022 22:00

Teikning af manninum og myndir af bindinu hans og skó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1994 fann þýska lögreglan lík við strendur Helgolands. Þetta var lík af karlmanni og var steypujárn bundið við fætur hans. Málið hefur valdið þýsku lögreglunni heilabrotum allar götur síðan en nú gætu ástralskir vísindamenn hafa varpað smá ljósi á það og komist nær því að leysa gátuna um af hverjum líkið er.

Maðurinn hefur verið kallaður „Herramaðurinn“ vegna þess hversu vel klæddur hann var. Hann var með ullarbindi, í breskum skóm, frönskum buxum og í blárri langerma skyrtu. Hann var talinn hafa verið 45 til 50 ára þegar hann lést.

The Guardian segir að vísindamenn við Murdoch University í Ástralíu hafi nýlega skýrt frá niðurstöðum rannsóknar sinnar. Þeir segja að maðurinn hafi líklega eytt megninu af lífi sínu í Ástralíu. Þetta byggja þeir á samsætugreiningu á beinum hans.

Mismunandi loftslag, jarðvegur og mannleg hegðun setja sitt mark á líkamsvefi.

Nýlega tókst að kortleggja dna-snið mannsins og vonast vísindamenn að það geti hjálpað til við að komast að hver hann var.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið