fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Nýjar rannsóknir – Hér átti heimsfaraldur kórónuveirunnar upptök sín

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. júlí 2022 07:00

Kjötmarkaðurinn í Wuhan í Kína er talinn hafa verið uppspretta kórónuveirufaraldursins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ýmsar kenningar hafa verið á lofti um uppruna kórónuveirunnar sem veldur COVID-19. Ein af umtöluðustu og vinsælustu kenningunum er að hún hafi verið búin til á rannsóknarstofu í Wuhan í Kína þar sem veiran kom fyrst fram á sjónarsviðið.

Í gær voru niðurstöður tveggja nýrra rannsókna um uppruna veirunnar birtar í vísindaritinu Science og er niðurstaða þeirra skýr. Veiran átti upptök sína á dýramarkaði í Wuhan, ekki í rannsóknarstofu. Enn einu sinni er því búið að ýta kenningunni um að veiran hafi átt upptök sín á rannsóknarstofu, út af borðinu.

Í annarri rannsókninni var landfræðilegt mynstur faraldursins á fyrstu mánuðum hans kortlag. Þar kemur skýrt fram að fyrstu tilfellin tengdust Huanan markaðnum í Wuhan náið.

Hin rannsóknin sýnir að ólíklegt sé að veiran hafi verið byrjuð að dreifa sér meðal fólks fyrir nóvember 2019.

Rannsóknirnar hafa verið ritrýndar og nú birtar í Science.

Niðurstöður þeirra eru að það sé „einfaldlega ekki líklegt að veiran hafi komið fram á sjónarsviðið á annan hátt en í viðskiptum með dýr á markaðnum í Wuhan“. Þetta sagði Michael Worobey sem vann að rannsóknunum. Hann segir að veiran hafi komið fram á sjónarsviðið á markaðnum og hafi dreift sér út frá honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina