fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
Pressan

2,2 milljónir Norður-Kóreubúa glíma við „dularfullan hita“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 07:58

Yfirvöld segjast hafa náð stjórn á faraldrinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðurkóresk stjórnvöld eru þekkt fyrir að vilja ganga mjög langt til að viðhalda þeirri þeirri mýtu að þau geri aldrei mistök. Það kom því nokkuð á óvart þegar Kim Jong-un, einræðisherra, birtist nýlega á sjónvarpsskjáum landsmanna með ljósbláa andlitsgrímu og viðurkenndi að fyrsta tilfelli kórónuveirusmits hefði greinst í landinu.

Allt frá því að heimsfaraldurinn braust út í upphafi árs 2020 hafa norðurkóresk stjórnvöld haldið því fram að engin smit hafi greinst þar í landi. En nú er veiran komin til þessa harðlokaða einræðisríkis og ríkisfjölmiðlar, það eru auðvitað engir frjálsir fjölmiðlar í landinu, segja stöðuna „alvarlega“.

Í kjölfar játningar Kim Jong-un á að veiran væri komin til landsins fóru fjölmiðlar að flytja fréttir af stöðu mála. Þar er almennt talað um „hitasjúkdóm“ af óþekktum uppruna sem hafi breiðst út síðan í lok apríl. Eru tæplega 200.000 manns sagðir hafa fengið meðferð við honum. Að minnsta kosti 65 eru sagðir hafa látist en aðeins hefur verið staðfest að eitt af þessum dauðsföllum sé af völdum COVID-19.

Samkvæmt nýjustu tölum frá norðurkóreskum yfirvöldum þá hafa um 2,2 milljónir landsmanna veikst. Einnig segja þau að „góður árangur“ hafi náðst í baráttunni við veiruna. Um 26 milljónir búa í landinu.

Erlendir sérfræðingar óttast að yfirvöld skýri ekki rétt frá tölum varðandi fjölda látinna til að fegra eigin ímynd og láta líta út fyrir að þeim hafi tekist vel upp í baráttunni við faraldurinn. Óttast sumir að tugir þúsunda geti látist af völdum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“

Köttur sem týndist í fellibylnum Helene sameinaðist fjölskyldu sinni á undraverðan hátt eftir 443 dag – „Jólakraftaverk“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn

Segir að margir ungir Bandaríkjamenn séu annaðhvort of feitir eða heimskir fyrir herinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum

Enn einn fanginn tekinn af lífi í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 5 dögum

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu

25 ár frá dauða Kirsty MacColl: Fyrrverandi eiginmaður sakar milljarðamæring um yfirhylmingu