fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Pressan

Einn milljarður ungra einstaklinga gæti orðið fyrir heyrnartapi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 11:00

Maðurinn taldi heyrnartækið vera njósnabúnað. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að um einn milljarður ungra einstaklinga geti orðið fyrir heyrnartapi. En góðu fréttirnar eru að það er hægt að gera eitthvað í málinu. Þetta er sem sagt ekki óumflýjanlegt.

Ef þú ert meðal þeirra sem finnst gaman að hlusta á fréttir, hlaðvarp eða spila lagalistann þinn í símanum? Ef svo er, þá ertu ein(n) af mörgum sem eru í þessum hópi.

Það er vitað að mjög margir gera þetta en vandinn í sambandi við þetta er  hversu lengi hljóðin berast úr hátölurunum og þá of hátt.

Í umfjöllun CNN um rannsóknina, sem hefur verið birt í BMJ Global Health, er haft eftir Lauren Dillard, hjá Medical University of South Carolina, að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að um einn milljarður einstaklinga á aldrinum 12 til 34 ára um allan heim eigi á hættu að verða fyrir heyrnarskaða vegna þess hvernig þeir hlusta á tónlist og fleira. Dillard vann að rannsókninni.

Hún sagði að ef hlustað sé of lengi í einu í heyrnartólum þá veiki það frumur í eyranu sem og uppbyggingu þess. Þetta geti orðið varanlegar skemmdir sem leiða til heyrnartaps eða tinnitus eða beggja í einu.

Það er þó ekki bara hægt að varpa sökinni á heyrnartól því hávaði á til dæmis tónleikum, börum og næturklúbbum getur einnig valdið skaða.

Viðunandi hávaðastig er 85 desíbel sem dreifast á 40 klukkustundir á viku. Ef fólk notar heyrnartól í 2,5 klukkustundir á dag, þá svarar það til 92 desíbela að sögn vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)

Fimm óvæntar ástæður fyrir að þú ert alltaf þreytt(ur)
Pressan
Í gær

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum

Hryllingur ungbarns – Lík hennar fannst í kommóðu fyrir 2 árum
Pressan
Í gær

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin

McVities segir að fólk hafi borðað súkkulaðikex á rangan hátt síðustu 100 árin
Pressan
Í gær

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á

Sefur þú best með þunga eða létta sæng? Það segir kannski meira um þig en þú átt von á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera

Þess vegna gleymir þú hvað þú ert að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu

Drottning glæpasögunnar kennir handan grafarinnar – Lærðu hvernig á að skrifa hina fullkomnu glæpasögu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli

Einfalt 30 sekúndna próf til þess að kanna hvort þú sérst með undirliggjandi heilaæxli