fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Pressan

Einn milljarður ungra einstaklinga gæti orðið fyrir heyrnartapi

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 26. nóvember 2022 11:00

Maðurinn taldi heyrnartækið vera njósnabúnað. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að um einn milljarður ungra einstaklinga geti orðið fyrir heyrnartapi. En góðu fréttirnar eru að það er hægt að gera eitthvað í málinu. Þetta er sem sagt ekki óumflýjanlegt.

Ef þú ert meðal þeirra sem finnst gaman að hlusta á fréttir, hlaðvarp eða spila lagalistann þinn í símanum? Ef svo er, þá ertu ein(n) af mörgum sem eru í þessum hópi.

Það er vitað að mjög margir gera þetta en vandinn í sambandi við þetta er  hversu lengi hljóðin berast úr hátölurunum og þá of hátt.

Í umfjöllun CNN um rannsóknina, sem hefur verið birt í BMJ Global Health, er haft eftir Lauren Dillard, hjá Medical University of South Carolina, að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að um einn milljarður einstaklinga á aldrinum 12 til 34 ára um allan heim eigi á hættu að verða fyrir heyrnarskaða vegna þess hvernig þeir hlusta á tónlist og fleira. Dillard vann að rannsókninni.

Hún sagði að ef hlustað sé of lengi í einu í heyrnartólum þá veiki það frumur í eyranu sem og uppbyggingu þess. Þetta geti orðið varanlegar skemmdir sem leiða til heyrnartaps eða tinnitus eða beggja í einu.

Það er þó ekki bara hægt að varpa sökinni á heyrnartól því hávaði á til dæmis tónleikum, börum og næturklúbbum getur einnig valdið skaða.

Viðunandi hávaðastig er 85 desíbel sem dreifast á 40 klukkustundir á viku. Ef fólk notar heyrnartól í 2,5 klukkustundir á dag, þá svarar það til 92 desíbela að sögn vísindamannanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál