fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Dæmd til dauða – Skar barn úr maga konu – Segir málið „tilfinningalega erfitt“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. nóvember 2022 21:00

Taylor Rene Parker. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tók kviðdóm í Bowie County í Texas aðeins klukkustund að komast að niðurstöðu um hvort Taylor Rene Parker væri sek eða saklaus af ákæru um tvöfalt morð. Hún var fundin sek um að hafa myrt Reagan Hancock og ófætt barn hennar.

Parker, sem er 29 ára, var dæmd til dauða í síðustu viku fyrir grimmdarlegt morðið á Hancock og ófæddu barni hennar.

Haustið 2020 risti hún Hancock á kvið til að stela barninu sem hún bar undir belti. CNN skýrir frá þessu.

Mánuðum saman hafði Parker logið að unnusta sínum og talið honum trú um að hún væri barnshafandi. Hún notaði falskan maga, falsaði sónarmyndir, hélt sængurgjafateiti og gaf hinu ímyndaða barni nafnið „Clancy Gail“.

Á meðan hún hélt þessum blekkingum gangandi leitaði hún að hinu fullkomna fórnarlambi.

Hún fann Hancock og kyrkti hana og stakk hana síðan margoft með hníf og risti hana síðan á kvið og stakk af með barnið.

Lögreglan stöðvaði akstur hennar skömmu síðar og sagðist hún þá hafa fætt barnið á leiðinni á sjúkrahús. Það tók ekki langan tíma að ganga úr skugga um að Parker hafði ekki alið barnið. Því miður lifði það ekki af.

Verjandi Parker reyndi að sannfæra kviðdómendur um að ástæðan fyrir ódæðisverki Parker væri að hún hefði orðið fyrir miklum áföllum í æsku og hefði ekki fengið viðeigandi aðstoð eða meðferð vegna þeirra.  Sagði verjandinn að málið væri „tilfinningalega erfitt“.

Jessica Brooks, móðir Hancock, sagðist þakklát fyrir að réttlætið hefði náð fram að ganga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið