fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Óhugnanlegar niðurstöður – Gleypir 44 kíló af örplasti á dag

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. nóvember 2022 21:00

Steypireyður í Kyrrahafi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steypireyðar finna svo sannarlega fyrir hinum mikla magni plasts sem er að finna í heimshöfunum. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá innbyrðir hver steypireyður að meðtalali 43,6 kíló af örplasti á dag, eða tíu milljónir stykkja.

Örplast er út um allt, bæði á landi og í sjónum. Það hefur fundist í dýrum sem og í lungum og blóði fólks sem og í brjóstamjólk.

Í nýju rannsókninni, sem hefur verið birt í tímaritinu Nature Communications, reiknuðu vísindamenn út hversu mikið magn af örplasti endar í maga steypireyða. Videnskab skýrir frá þessu.

Fram kemur að vísindamennirnir hafi gert þrjú mismunandi reiknilíkön út frá stærð og fjölda þeirra munnfylli sem hver hvalur tekur á dag og hversu mikið síast frá.

Líklegasta sviðsmyndin, út frá þessum útreikningum, er að hver hvalur innbyrði allt að 10 milljónir örplaststykkja á dag.

Það vekur sérstaka athygli að 99% af því örplasti, sem hvalirnir innbyrða, er í fæðu þeirra. Þetta snertir okkur mannfólkið því við borðum einnig sum af þeim dýrum sem hvalirnir éta, til dæmis ansjósur og sardínur.

Næsta skref er að rannsaka hversu miklum skaða hvalir verða fyrir af örplastinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu

Konur græða meira en karlmenn á jafn mikilli hreyfingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni

Sakamál: Stúlkan sem hvarf á hrekkjavökunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gabba og lokka börn til að fremja morð

Gabba og lokka börn til að fremja morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér

Kona ákærð fyrir svæsin leigusvik á Tenerife – Á fangelsi yfir höfði sér