fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Barnshafandi kona var myrt í Danmörku fyrir sex árum – Í gær var ákæra gefin út á hendur meintum morðingja

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 05:37

Louise Borglit.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember 2016 var Louise Borglit, 29 ára, myrt í Elverparken í Herlev í Kaupmannahöfn. Hún var stungin til bana. Hún var gengin sjö mánuði með barn sitt. Það lifði árásina ekki af. Rannsókn lögreglunnar á morðinu miðað lítið árum saman en í maí á þessu ári tilkynnti lögreglan að hún hefði handtekið meintan morðingja. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Maðurinn neitar sök en hefur að öðru leyti ekki viljað tjá sig um málið við lögregluna.

Saksóknarar tilkynntu í gær að þeir hafi gefið út ákæru á hendur manninum. Ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir dóm.

Þegar maðurinn var handtekinn sat hann í fangelsi og afplánaði dóm fyrir að hafa reynt að drepa konu sem hann þekkti vel.

Ekstra Bladet segir að þegar gæsluvarðhaldið yfir manninum var framlengt síðast hafi komið fram að lögreglan hafi fundið fjögur hár á fatnaði Louise á morðvettvanginum.

Hugsanlega geta þessi hár verið það sem sannar sök mannsins eða verða til þess að hann verður sýknaður.

Hárin eru nú til rannsóknar hjá sérfræðingum í Austurríki. Þar verður mjög ítarleg DNA-rannsókn gerð á þeim. Hárin verða skorin langsum og rannsökuð til að kanna hvort hægt sé að staðfesta að þau séu af hinum handtekna. Ef svo er þá eru það fyrstu áþreifanlegu sönnunargögnin í málinu.

Louise var stungin 11 sinnum í höfuðið og líkamann. Nef hennar var að hluta skorið af.

Enn á eftir að ljúka geðrannsókn á hinum handtekna.

DV skýrði í maí frá handtökunni og einstakri rannsóknaraðferð lögreglunnar sem varð til þess að maðurinn var handtekinn. Hér fyrir neðan er hægt að lesa nánar um það.

Óvenjuleg rannsóknaraðferð dönsku lögreglunnar í morðmáli frá 2016 – Aldrei fyrr notuð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“