fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Tinder stefnumótið endaði hræðilega

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 3. október 2022 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar karlmaður nokkur mætti á hótel í borginni Phoenix í Arizona, Bandaríkjunum, til að hitta konu sem hann kynntist í gegnum Tinder bjóst hann við því að hitta konu að nafni Sonya. Það tók þó engin Sonya á móti honum heldur stóðu þau Jose Sandoval Jaquez, 32 ára karlmaður, og kærastan hans, hin 33 ára gamla Crystal Hulsey í hótelherberginu. Jaquez og Hulsey tóku á móti manninum með því að miða byssu á hann og segja honum að tæma vasana.

Karlmaðurinn gerði eins og parið sagði honum að gera, rétti þeim símann sinn, skilríkin sín, aðgangana að samfélagsmiðlunum sínum, bankaupplýsingarnar sínar og PIN-númerið sitt. Jaquez og Hulsey skipuðu manninum þá að keyra sig í næsta banka þar sem þau tóku út 900 dollara, um 130 þúsund í íslenskum krónum, af reikningnum hans. Eftir það ákváðu þau að taka bíl mannsins einnig og keyrðu á brott.

Á næstu dögum tók parið út alls 3.000 dollara af reikningi mannsins. Lögreglan átti auðvelt með að tengja þau Jaquez og Hulsey við ránið enda notuðu þau sín eigin nöfn til að bóka hótelherbergið. Þá höfðu þau einnig lagt pening mannsins inn á sína eigin aðganga á greiðsluforritunum Zelle og Cash App.

Lögreglan sá sér leik á borði er hún fann auglýsingu fyrir fylgdarkonu á netinu en auglýsingin innihélt símanúmer Hulsey. Lögreglan bókaði fylgdarþjónustuna og ætlaði sér að handtaka parið er þau myndu mæta. Það mistókst þó því þegar lögreglan ætlaði að láta til skarar skríða náði parið að bruna í burtu.

Lögreglan elti þá Jaquez og Hulsey sem keyrðu yfir hámarkshraða og á vitlausum akgreinum í gegnum nokkrar borgir. Að lokum klesstu þau á annað ökutæki og náði lögreglan þá loksins að handtaka þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta

Vissi að eitthvað alvarlegt væri að þegar fastakúnni hætti að mæta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn

Hvarf 3 ára og fannst 42 árum síðar – Hafði ekki hugmynd um að hún væri týnt barn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá

Hlógu þegar þeir óku viljandi aftan á reiðhjólamann – Dæmdir í vikunni og hlógu ekki þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“

„Þú ert Dauði læknir, eitrari, morðingi. Þú ert smánarblettur læknastéttarinnar“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum