fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Pressan

Héldu að stór ástralskur kakkalakki hefði dáið út fyrir 80 árum – Fannst nýlega sprelllifandi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. október 2022 13:30

Þeir eru glæsilegir. Mynd:Justin Gilligan/NSW DPE

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1887 héldu vísindamenn frá Australian Museum til Lord Howe eyju, sem er pínulítil eyja undan vesturströnd Ástralíu. Þar fundu þeir meðal annars stóra „Blatta“, sem er kakkalakkategund, undir rotnandi trjábol.

Síðar fékk þessi tegund nafnið Panesthia lata (P.lata), trjáétandi Lord Howe eyju kakkalakkinn. Mikið var sagt af honum á eyjunni og að hann gegndi mikilvægu hlutkerfi í vistkerfi eyjunnar og væri fæðuuppspretta fyrir margar fuglategundir.

Rottur bárust til eyjunnar 1918 úr skipsflaki. Í lok tuttugustu aldar fannst þessi kakkalakkategund ekki á eyjunni þrátt fyrir mikla leit áratugum saman. Talið var að hún hefði dáið út eftir að rottur bárust til eyjunnar.

En gat hugsast að hún hefði lifað af á einhverju órannsökuðu svæði á eyjunni?

2019 hófst lokakaflinn í rottuútrýmingarherferð yfirvalda á eyjunni. Hún var árangursrík en umdeild.

Í kjölfarið fóru ástralskir vísindamenn til eyjunnar til að rannsaka hvort enn væru einhverjir kakkalakkar af þessari tegund þar. Ef ekki þá höfðu þeir í hyggju að koma upp nýjum stofni þar en það var hægt vegna þess að árið 2001 fundust kakkalakkar af þessari tegund á Blackburn og Roach eyjunum. Þetta eru litlar eyjur nærri Lord Howe eyju. Skýrt er frá þessu á vef The Conversation.

Þar er því velt upp af hverju einhver hafi viljað koma upp kakkalakkastofni á eyjunni þar sem kakkalakkar þykja nú með ógeðfelldustu dýrunum á jörðinni. Bent er á að P.lata séu ansi sætir og heillandi. Þeir hafi engan áhuga á að fara inn í hús. Þeir eru vængjalausir, um 4 cm á lengd og fela sig í skóglendi þar sem þeir grafa sig niður og nærast á laufum og rotnandi trjám að næturlagi.

Í júlí var farið í leiðangur til Lord Howe eyju til að leita að P.lata á svæði á norðurhluta eyjunnar. Þar átti að velta nokkrum steinum við til að kanna hvort P.lata væri þar. Ekki þurfti að velta mörgum því undir þeim fyrsta voru nokkrir P.lata kakkalakkar. Nokkrir til viðbótar fundust í nokkurra metra fjarlægð en fleiri fundust ekki þrátt fyrir mikla leit víða á eyjunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Í gær

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi

Slapp úr haldi eftir fimm ár í hryllingshúsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök