fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. október 2022 12:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stress getur haft margvísleg áhrif á líkama okkar, allt frá hjartslætti til þeirra efna sem líkaminn losar út í blóðrásina. Svo virðist sem hundar geta fundið lykt af þessum stressbreytingum.

ScienceAlert skýrir frá þessu og vísar í niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í PLOS ONE.

Það er auðvitað löngu vitað að þefskyn hunda er mjög gott en nýja rannsóknin er sú fyrsta þar sem vísindamenn hafa rannsakað hvernig lyktarskyn hunda hjálpar þeim að átta sig á að fólk sé stressað.

Með því að öðlast dýpri skilning á tengslum hunda og eigenda þeirra vonast vísindamennirnir til að hægt sé að bæta þjálfun hunda sem eru notaðir til að styðja þá sem glíma við kvíða, óttaköst og áfallastreituröskun.

Clara Wilson, vísindamaður við Queen‘s University Belfast á Norður-Írlandi, sagði að niðurstöðurnar sýni að fólk skili mismunandi lykt frá sér í gegnum munn og með svita þegar það er stressað. Hundar geti greint muninn á þessari lykt og þeirri lykt sem við gefum frá okkur þegar við erum afslöppuð. Hún sagði að þetta eigi einnig við þótt þetta sé einhver sem hundurinn þekkir ekki og bætti við að niðurstöðurnar sýni að hundar þurfi hvorki að sjá eitthvað né heyra til að átta sig á að fólk sé stressað.

Fjórir hundar tóku þátt í rannsókninni, sem fór fram á rannsóknarstofu, og 36 manns. Í heildina voru 720 lyktarpróf framkvæmd. Fólkið var beðið um að leysa erfið stærðfræðidæmi og leggja mat á hversu stressað það var á meðan.

Um leið og blóðþrýstingur og hjartsláttur þátttakendanna jókst voru sýni tekin af svita og andardrætti þeirra. Hundarnir voru síðan látnir lykta af sýnunum til að sjá hvort þeir gætu látið vísindamennina vita þegar þeir þefuðu af stresssýnunum. Hundarnir þefuðu einnig af stresslausum sýnum sem voru tekin fjórum mínútum áður en fólkið settist við stærðfræðidæmin.

Þetta gátu hundarnir og  það af miklu öryggi. Í 94% tilfella, af lyktarsýnunum 720, sögðu hundarnir rétt til um hvort um stresssýni var að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað