fbpx
Mánudagur 18.ágúst 2025
Pressan

Enn ein skotárásin í Södertälje – Einn lést og annar særðist

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. október 2022 05:01

Sænskir lögreglumenn við störf. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn ein skotárásin var gerð í Södertälje í Svíþjóð síðdegis í gær, sú fimmta á tæpum tveimur vikum. 19 ára piltur lést og 16 ára piltur særðis alvarlega. Lögreglan leitar fjögurra manna sem eru sagðir hafa flúið af vettvangi á tveimur skellinöðrum.

Aftonbladet skýrir frá þessu og segir hafa heimildir fyrir að sjálfvirku skotvopni hafi verið beitt við árásina.

Á 13 dögum hafa fimm skotárásir verið gerðar í bænum.

Sú fyrsta var gerð 23. september, þá kom særður maður inn á sjúkrahúsið í bænum. Hann er sagður tengjast þekktu glæpagengi í bænum.

Sú næsta var gerð 28. september, þá var maður skotinn við leikvöll að kvöldi til.

Sú þriðja var gerð 30. september, þá var 19 ára piltur skotinn til bana við leikvöll.

Sú fjórða var gerð 1. október, þá var karlmaður á fimmtugsaldri skotinn til bana við skóla.

Sú fimmta var síðan gerð í gær og eins og fyrr sagði lést 19 ára piltur í henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg

Svefnsérfræðingar segja að þessi svefnstelling geti verið skaðleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“

Tvær af heitustu MAGA-liðunum deila harkalega – „Þú segist vera kristin en eyðileggur hjónabandið þitt eins og hóra“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“

Ólétt kona myrt og höfuð maka hennar „skorið af og sett á staur“