fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn – Svona heitt verður í Bandaríkjunum í framtíðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. ágúst 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitamet hafa verið slegin í Bandaríkjunum þetta sumarið og hefur öfgakennt veðurfar stefnt lífi og heilsu milljóna landsmanna í hættu. Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að Bandaríkjamenn verði að venja sig við veðurfar af þessu tagi, raunar verra.

Vísindamenn við First Street Foundation, sem eru óhagnaðardrifin samtök í New York, hafa rannsakað hvernig veðurfar muni þróast í Bandaríkjunum í framtíðinni. Niðurstöðurnar sýna að það verður heitt.

Niðurstöður rannsóknar þeirra sýna að eftir tæplega 31 ár munu rúmlega 100 milljónir landsmanna búa í „öfgakenndu hitabelti“. „Öfgakennt hitabelti“ er skilgreint sem svæði þar sem hitinn fer í rúmlega 52 gráður að minnsta kosti einu sinni á ári.

Hitabelti framtíðarinnar munu ná yfir stór svæði í landinu þar sem hitinn fer venjulega ekki svona hátt.

Svæðið sem um ræðir er í suðausturhluta landsins, rétt vestan við Appalachian Mountains sem ná frá Texas og Louisiana upp í gegnum Missouri og Iowa.

En mesta hækkun hita mun eiga sér stað annars staðar. Í Miami Dade County í Flórída eru nú 7 dagar á ári þar sem hitinn fer í tæplega 40 gráður. Í framtíðinni verða 34 dagar á ári þar sem hitinn fer í 40 gráður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað