fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Pressan

Dæmd í 34 ára fangelsi fyrir að nota Twitter

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 07:01

Salma al-Shehab. Mynd: Democracy now

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Salma al-Shehab, sem er sádi-arabísk, fór í frí heim til Sádi-Arabíu var hún handtekin, sökuð um að grafa undan einræðisstjórn landsins. Nú hefur hún verið dæmd í 34 ára fangelsi og 34 ferðabann að afplánun dómsins lokinni.

Salma var við doktorsnám á Englandi þegar hún fór heim í frí. Það sem fór fyrir brjóstið á einræðisstjórninni var að hún hafði endurtíst tístum frá aðilum sem eru yfirlýstir andstæðingar einræðisstjórnarinnar og gagnrýna hana harðlega. Það er konungsfjölskyldan sem stýrir Sádi-Arabíu af mikilli hörku.

The Guardian segir að Salma hafi í upphafi verið dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að hafa notað Twitter til að „valda óróa og raska almannaöryggi og þjóðaröryggi“.

Áfrýjunardómstóll tók mál hennar fyrir á mánudaginn og þyngdi refsinguna í 34 ára fangelsi og 34 ára ferðabann að afplánun lokinni. Talið er að hún geti enn áfrýjað dómnum.

Það er ekkert sem bendir til að Salma sé meðal áhrifamikilla eða sérstaklega háværra andstæðinga stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Hún er gift, tveggja barna móðir.

Hún virðist styðja Loujain al-Hathloul sem er þekktur femínisti sem hefur setið í fangelsi fyrir mótmæli sín gegn lögum og reglum og einræðisstjórninni. Hún hefur sætt pyntingum fyrir að styðja kröfu kvenna um að mega aka bíl. Hún má ekki yfirgefa Sádi-Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran