fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Kim Jong-un lýsir yfir sigri og segir um kraftaverk að ræða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. ágúst 2022 08:00

Kim Jong-un sendir Rússum vopn og skotfæri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, lýsti því yfir í dag að sigrast hefði verið á kórónuveirufaraldrinum sem skall á landinu í vor. Hann felldi um leið allar sóttvarnaaðgerðir úr gildi.

Ríkisfréttastofan KCNA skýrði frá þessu. Segir hún að ekki eitt einasta smit hafi greinst frá 29. júlí.  Samkvæmt opinberum tölum þá létust 79 af völdum COVID-19 en 26 milljónir búa í landinu.

Hjá nágrönnunum í Suður-Kóreu hafa rúmlega 25.000 dauðsföll verið skráð en þar búa 52 milljónir.

Ekki er víst að opinberar tölur frá Norður-Kóreu séu sannleikanum samkvæmt. Yfirvöld þar í landi hafa yfirleitt ekki miklar áhyggjur af sannleikanum, aðeins því sem kemur einræðisstjórninni best.

KCNA segir að Kim Jong-un segi að miðað við fjölda látinna af völdum veirunnar í samanburði við önnur lönd þá sé um „kraftaverk“ að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal

Hvað er að gerast í Evrópu? Heilu borgirnar án rafmagns á Spáni og í Portúgal
Pressan
Í gær

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans

Endanleg krufningarskýrsla gefur til kynna hræðilega síðustu daga stórleikarans
Pressan
Fyrir 2 dögum

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?

Hvað hugsar hundurinn þinn þegar þú ferð að heiman?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina

Þess vegna á tannburstinn að fara í uppþvottavélina