fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Pressan

Ný rannsókn – Refir éta mjög mikið af hundaskít

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 07:30

Breskur refur á hlaupum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaskítur er auðveld og hitaeiningarík máltíð fyrir refi. En það er ekki hættulaust fyrir þá að éta hundaskít að sögn vísindamanns.

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að refir í norðurhluta Bretlands, í skosku hálöndunum, hafa breytt mataræði sínu að hluta og éta nú töluvert af hitaeiningaríkum hundaskít.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá University of Aberdeen að sögn Videnskab.

Fram kemur að rannsóknin hafi beinst að því að rannsaka sambýli skógarmarðar og refa með því að rannsaka mataræði þeirra. Til að gera það var saursýnum frá báðum tegundunum safnað og þau send í DNA-rannsókn.

Þá kom í ljós að tæplega 40% af því DNA sem fannst í refaskítnum var hunda-DNA. Ástæðan er einfaldlega sú að refir éta hundaskít.

Vísindamennirnir segja að hundaskítur sé næstum því jafn hitaeiningaríkur og venjulegt fæði refa. Það sé miklu auðveldara fyrir þá að verða sér úti um hundaskít en einhverja bráð og því éti þeir hann. Einnig er oft lítið um fæðu í Cairngormskfjöllunum, þar sem sýnin voru tekin, en þau eru vinsæll staður til að fara með hunda í göngutúr og því kannski ekki furða að refir éti hundaskít þegar lítið er um fæðu.

Cristian Navarro, meðhöfundur rannsóknarinnar, segir í fréttatilkynningunni að það sé ekki hættulaust fyrir refina að éta hundaskít. Sjúkdómar og sníkjudýr geti borist í þá úr hundum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Ecology and Evolution.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf
Pressan
Fyrir 6 dögum

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins

Súr út í vinkonu sem sveik loforð um að gæta kattarins
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum

Kærastinn í vondum málum eftir að fjallganga endaði með ósköpum