fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Ný rannsókn – Refir éta mjög mikið af hundaskít

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 31. júlí 2022 07:30

Breskur refur á hlaupum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hundaskítur er auðveld og hitaeiningarík máltíð fyrir refi. En það er ekki hættulaust fyrir þá að éta hundaskít að sögn vísindamanns.

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að refir í norðurhluta Bretlands, í skosku hálöndunum, hafa breytt mataræði sínu að hluta og éta nú töluvert af hitaeiningaríkum hundaskít.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá University of Aberdeen að sögn Videnskab.

Fram kemur að rannsóknin hafi beinst að því að rannsaka sambýli skógarmarðar og refa með því að rannsaka mataræði þeirra. Til að gera það var saursýnum frá báðum tegundunum safnað og þau send í DNA-rannsókn.

Þá kom í ljós að tæplega 40% af því DNA sem fannst í refaskítnum var hunda-DNA. Ástæðan er einfaldlega sú að refir éta hundaskít.

Vísindamennirnir segja að hundaskítur sé næstum því jafn hitaeiningaríkur og venjulegt fæði refa. Það sé miklu auðveldara fyrir þá að verða sér úti um hundaskít en einhverja bráð og því éti þeir hann. Einnig er oft lítið um fæðu í Cairngormskfjöllunum, þar sem sýnin voru tekin, en þau eru vinsæll staður til að fara með hunda í göngutúr og því kannski ekki furða að refir éti hundaskít þegar lítið er um fæðu.

Cristian Navarro, meðhöfundur rannsóknarinnar, segir í fréttatilkynningunni að það sé ekki hættulaust fyrir refina að éta hundaskít. Sjúkdómar og sníkjudýr geti borist í þá úr hundum.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Ecology and Evolution.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn