fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Danir niðurbrotnir eftir Eurovision – „Sjáið bara Ísland“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 07:02

Systurnar verða átjándu á sviðið á morgun.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að danskir fjölmiðlar hafi rekið upp ramakvein í kjölfar úrslitanna á fyrri kvöldi undanrása Eurovision á Ítalíu í gærkvöldi. Það er að segja þeir fjölmiðlar sem fjalla um keppnina en það gera þeir ekki allir enda áhugi Dana á keppninni almennt frekar lítill.

Ekstra Bladet hefur verið með einna mesta umfjöllun um keppnina en Danska ríkisútvarpið (DR) hefur einnig fjallað mikið um hana enda þátttakandi í henni. Framlag Dana komst ekki áfram í gærkvöldi og er það annað árið í röð sem þeim mistekst að komast áfram.

„Það þarf að setja ný og metnaðarfull markmið ef DR á að takast að koma lagi í úrslitin,“ sagði Ole Tøpholm, Eurovisionsérfræðingur sem lýsti keppninni árum saman á vegum DR, í samtali við Ekstra Bladet.

Hann sagði að það væri svo mikil áhersla á það hjá DR að lagið, sem er sent til keppni, eigi að vera útvarpssmellur. „En það er ekki það sem virkar í Eurovision. Sumir skella skuldinni á kynlíf og stripp frá Albaníu en það er ekki öll skýringin. Sjáið bara Ísland. Óvæntustu úrslit kvöldsins,“ sagði Tøpholm.

Erik Struve Hansen, sem sér um Eurovision hjá DR, sagði ljóst að það sem lagt var upp með af hálfu Dana hafi ekki virkað og það verði að skoða málin þegar heim verður komið.

Tøpholm sagði að velþjálfuð Eurovisioneyru hafi strax heyrt að Danir myndu ekki ná langt í keppninni í ár þegar lögin átta, sem tóku þátt í dönsku undankeppninni, voru kynnt til sögunnar. Þegar Hansen var spurður hvort ekki væri ráð að hlusta á þá sem eru með góð eyru hvað varðar Eurovision, aðdáendurna og sérfræðinga, sagði hann að DR hlusti á öll ráð og fylgist vel með því sem sé sagt á hinum ýmsum umræðuvettvöngum. Það sé síðan atvinnufólk sem velji lögin sem taki þátt í dönsku undankeppninni. Þetta sé fólk sem hafi mikla þekkingu á hvernig á að finna góð popplög.

„En kannski ekki Eurovisionlög?“ spurði blaðamaður Ekstra Bladet en fékk ekki svar við þeirri spurningu.

Hér fyrir neðan er hægt að horfa og hlusta á framlag Dana þetta árið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 2 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 3 dögum

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa

FBI á tánum vegna „sofandi“ íranskra hryðjuverkahópa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu

Þessi kynlífsráð geta (kannski) bjargað sambandinu