fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Greiða foreldrum 700.000 krónur fyrir hvert barn sem þeir eignast

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 15. febrúar 2022 08:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Venjulega tengir fólk barneignir við útgjöld enda erfitt að komast hjá útgjöldum þegar nýtt barn kemur í heiminn. En í norska bænum Bø hafa yfirvöld gripið til þess ráðs að greiða foreldrum fyrir að eignast börn. Með þessu er vonast til að fólk verði iðnara við að búa til börn.

Sveitarfélagið greiðir foreldrum 50.000 norskar krónur, sem svarar til um 700.000 íslenskra króna, fyrir að eignast barn. VG skýrir frá þessu.

Það var bæjarstjórinn, Sture Pedersen, sem kom fram með þessa tillögu en hann vonast til að með þessu verði hægt að fjölga íbúum sveitarfélagsins en þeir eru nú um 2.500.

Auk greiðslunnar lofta Pedersen íbúum einnig bestu og ódýrustu leikskólum landsins. Meðalverð fyrir leikskólapláss í Noregi er 3.000 norskar krónur á mánuði en í Bø verður það nú 1.500 krónur og stefnt er að því að lækka verðið enn frekar að sögn Pedersen.

Bø hefur um hríð verið kallað hið norska Mónakó eftir að sveitarfélagið náði að lokka nokkra milljónamæringa til að flytja lögheimili sitt til sveitarfélagsins með því að lækka útsvarið.

Pedersen segir einnig að 50.000 krónurnar séu greiddar fyrir hvert barn svo tvíbura- og þríburaforeldrar fá greitt fyrir hvert barn.

Til að tryggja að fólk búi áfram í sveitarfélaginu eftir fæðingu verða 25.000 krónur greiddar strax eftir fæðingu og hinar 25.000 krónurnar þegar börnin ná tveggja ára aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar