fbpx
Fimmtudagur 15.janúar 2026
Pressan

Fjórir fundust frosnir í hel í Kanada

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 08:00

Frá Manitoba en þó ekki núna í júní. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fernt fannst frosið til bana í Kanada á miðvikudaginn. Þar af var eitt ungabarn. Líkin fundust aðeins nokkra metra frá bandarísku landamærunum í Manitoba. Snjór var á svæðinu og frostið var um 35 gráður þegar búið er að taka tillit til vindkælingar.

Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að talið sé að fólkið hafi allt frosið í hel. Lík tveggja fullorðinna og ungabarns fundust nokkrum metrum frá landamærum Bandaríkjanna og Kanada, nærri leið sem yfirvöld segja að sé oft notuð af förufólki sem reynir að komast til Bandaríkjanna frá Kanada. Næsti bær, Emerson í Manitoba, er í um tíu kílómetra fjarlægð. Fjórða líkið fannst síðar en það er af pilti á unglingsaldri.

Fyrr á miðvikudaginn handtóku bandarískir landamæraverðir hóp fólks sem var nýkominn yfir landamærin. Fólkið var með ýmsan búnað fyrir ungabarn með en ekkert barn. Af þeim sökum var farið að leita að fleira fólki báðum megin við landamærin. Eftir fjögurra klukkustunda leit fundust þrjú lík.

Bandaríska utanríkisráðuneytið tilkynnti í gær að maður hafi verið handtekinn nærri þessari leið förufólks og sé hann grunaður um að hafa smyglað fólki yfir landamærin. Hann er 47 ára og frá Flórída. Hann var stöðvaður af lögreglunni þegar hann ók um svæðið. Með honum í bílnum voru tveir Indverjar sem ekki voru með nein skilríki. Yfirvöld telja látna fólkið vera fórnarlömb í málinu, það hafi barist við mikinn kulda, endalausa akra, mikinn snjó og algjört myrkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingar vara við vinsælli 75 daga líkamsræktaráskorun

Sérfræðingar vara við vinsælli 75 daga líkamsræktaráskorun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona oft áttu að skipta um viskastykki og borðtusku

Svona oft áttu að skipta um viskastykki og borðtusku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tyrknesk kona segist líffræðileg dóttir Trump – Höfðar mál og krefst DNA-faðernisviðurkenningar

Tyrknesk kona segist líffræðileg dóttir Trump – Höfðar mál og krefst DNA-faðernisviðurkenningar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hundur réðst á móður – „Fóturinn hékk á bláþræði“

Hundur réðst á móður – „Fóturinn hékk á bláþræði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann er sjö ára og hefur heimsótt allar sjö heimsálfurnar

Hann er sjö ára og hefur heimsótt allar sjö heimsálfurnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrýðisamur eiginmaður myrti kirkjurækna eiginkonu sína á meðan dætur þeirra sváfu

Afbrýðisamur eiginmaður myrti kirkjurækna eiginkonu sína á meðan dætur þeirra sváfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann

Hún hvarf og fannst síðar myrt í skógi – Lögreglan telur sig hafa fundið morðingjann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglumenn trúðu ekki eigin augum – Eins og atriði í hryllingsmynd

Lögreglumenn trúðu ekki eigin augum – Eins og atriði í hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríska hernum bannað að standa fyrir æfingum sem kallaðar hafa verið dýraníð

Bandaríska hernum bannað að standa fyrir æfingum sem kallaðar hafa verið dýraníð