fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Pressan

Veita gleraugu vernd gegn kórónuveirunni?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. janúar 2022 06:14

Grímuskyldu

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norsk heilbrigðisyfirvöld telja hugsanlegt að gleraugu veiti ákveðna vörn gegn kórónuveirunni og eru sólgleraugu þar meðtalin. Af þeim sökum hrinda þau nú af stað stórri rannsókn á þessu.

Norska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Fram kemur að þátttakendurnir muni nota gleraugu í tvær vikur þegar þeir nota almenningssamgöngufarartæki. Fólk í samanburðarhópi á ekki að nota gleraugu þegar það ferðast með almenningssamgöngutækjum.

Vísindamennirnir, sem standa að rannsókninni, hvetja fólk til að nota gleraugu á stöðum þar sem margt fólk er. „Það er óljóst hversu mikið kórónuveiran smitast í gegnum augun. En það er ýmislegt sem bendir til að fólk, sem notar gleraugu, smitist síður,“ er haft eftir Atle Fretheim, hjá norska landlæknisembættinu.

Vísindamennirnir vonast til að geta fengið 22.000 manns til að taka þátt í rannsókninni og að geta gert hana á næstunni, á meðan mikið er um smit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi

Spjótin beinast að 16 ára stjúpbróður eftir að táningsstúlka fannst látin á skemmtiferðaskipi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri

Kennsl borin á 5 einstaklinga á þrítugsaldri sem létust í hörðum árekstri
Pressan
Fyrir 5 dögum

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“

Alræmdur fjöldamorðingi gripinn sökum örlims síns – „Það er ekkert þarna!“