fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Pressan

Danir, Norðmenn og Svíar efla varnarsamstarf sitt

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 25. september 2021 18:30

F-16 á flugi yfir Danmörku. Mynd:Flyvevåbnets Fototjeneste/Forsvarskommandoen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær skrifuðu varnarmálaráðherrar Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar undir viljayfirlýsingu um að styrkja varnarsamstarf ríkjanna enn frekar. Í því felst að fleiri sameiginlegar heræfingar verða haldnar og þau styrkja sameiginlegt eftirlit með svæðum sem skipta ríkin þrjú máli.

Trine Bramsen, varnarmálaráðherra Danmerkur, segir að með viljayfirlýsingunni þjappi ríkin sér enn frekar saman. Ástæðan er að þau hafa áhyggjur af þróun mála á alþjóðavettvangi, ekki síst í Eystrasalti þar sem Rússar hafa aukið hernaðarumsvif sín mikið. Þess utan hafa ríkin áhyggjur af áróðursstarfsemi Rússa og dreifingu falsfrétta.

Danmörk og Noregur eru í NATO en Svíar ekki. Aðaláherslan verður áfram á NATO en samstarfið við Svía kemur því til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna

Karl konungur með tilfinningaþrungna uppfærslu um krabbameinsbaráttuna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 1 viku

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar

Faðir varar ungmenni við eftir dauða 13 ára dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali

Telur að Weinstein hafi afplánað sinn dóm vegna kynferðisbrota og segist fyrirgefa honum í hneykslanlegu viðtali