fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Hræðileg framtíðarsýn í nýrri skýrslu frá SÞ

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. september 2021 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki glæsileg framtíðarsýn sem kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum. Í skýrslunni, sem var gefin út á föstudaginn, kemur fram að það stefnir í að hækkun meðalhita á jörðinni verði orðin 2,7 stig árið 2030 og er þá miðað við meðalhitastigið fyrir iðnvæðinguna.

Þetta er mikil hækkun en samkvæmt Parísarsáttmálanum var stefnt að því meðalhitinn myndi ekki hækka um meira en 2 stig.

Svona mikil hækkun mun hafa fleiri gróðurelda í för með sér, flóð og skýstrokka. Þetta mun einnig hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar fyrir dýra- og plöntulíf. Fjöldi tegunda mun deyja út og náttúruhamfarir munu færast í aukana. Allt þetta mun gera okkur mönnunum erfiðara fyrir að lifa hér á jörðinni. Segja skýrsluhöfundar að það sé því nauðsynlegt að grípa til aðgerða og það strax.

„Niðurstaða skýrslunnar er skýr: Með metnaðarfullum loftslagsaðgerðum getum við forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinganna en aðeins ef öll ríki heimsins standa saman,“ hefur CNN eftir Alok Sharma, formanni COP26, sem er loftslagsráðstefna SÞ sem fer fram síðar á árinu.

Í skýrslunni kemur fram að margir vísindamenn telja nauðsynlegt að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45% fyrir 2030. Það myndi halda hlýnuninni undir 1,5 stigum en hún er nú orðin 1,2 stig.

Ef losun gróðurhúsalofttegunda heldur áfram eins og nú er þýðir það að hún mun aukast um 16% miðað við losunina 2010. Það mun hafa í för með sér að hækkun meðalhita verður orðin 2,7 stig árið 2030.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“

Hjónin sögð taktlaust tvíeyki – „Þetta er svo klisjukennt“
Pressan
Í gær

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum

Endalaus hneykslismál liðsmanns Svíþjóðardemókrata – Gat ekki hætt að taka myndbönd af sjálfum sér undir áhrifum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það

Andrew fyrrum Bretaprins fékk vændiskonur í Buckinghamhöll – Og mamma hans hylmdi yfir það
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“

„Systir mín er ómerkileg og gefur börnunum mínum hræðilegar gjafir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra

Sagðist alls ekki vilja hitta Chris Hansen – Gettu hver kom til dyra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi

Sinnti gæslu á skólaballi dóttur sinnar – hefur nú verið handtekin og á yfir höfði sér 60 ára fangelsi