fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Pressan

Von de Leyen vill evrópskt heilbrigðisbandalag til að koma í veg fyrir nýja heimsfaraldra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 16. september 2021 07:59

Ursula von der Leyen formaður framkvæmdastjórnar ESB. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldurinn hefur sýnt að það er þörf fyrir evrópska viðbragðsstofnun á sviði heilbrigðismála. Þetta sagði Ursula von der Leyen, formaður Framkvæmdastjórnar ESB, þegar hún ávarpaði þing ESB í gær. Ræða hennar er einhverskonar stefnuræða sem markar upphafið að starfi ESB næsta árið.

„Ég legg til nýtt verkefni. Viðbragðsstofnun á sviði heilbrigðismála fyrir ESB. Fjárfesta á fyrir 50 milljarða evra í henni fyrir 2027. Við vinnum að stofnun evrópsks heilbrigðisbandalags, einnig í þágu heimsbyggðarinnar allrar. Við höfum sýnt að þegar við vinnum saman erum við best,“ sagði hún.

Hún sagði að þessi viðbragðsstofnun eigi að tryggja að þegar sjúkdómar koma fram á sjónarsviðið verði þeir ekki að alþjóðlegu vandamáli eins og kórónuveiran er.

Viðbragðsstofnunin mun heita HERA og á hún að styrkja getu ESB til að uppgötva, koma í veg fyrir og bregðast hratt við þegar neyðarástand kemur upp hvað varðar heilbrigðismál og mun stofnunin starfa þvert á landamæri. Hera mun einnig þróa, framleiða og deila út bóluefnum og öðru sem þörf er á í baráttu við sjúkdóma.

Bandaríkin eru með svipaða stofnun sem gerði að verkum að þau voru fljótari að komast úr rásblokkunum á bóluefnasviðinu en ESB þegar kórónuveiran breiddist út um heimsbyggðina.

Hjá ESB standa vonir til að HERA verði orðin starfhæf strax í byrjun næsta árs.

Fram að þessu hefur ESB ekki blandað sér mikið í heilbrigðismál og hefur látið aðildarríkjunum eftir að sjá um sín heilbrigðismál en heimsfaraldurinn hefur sannfært leiðtoga sambandsins um að þörf sé á meiri samvinnu á þessu sviði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið

Meintur búðarþjófur reynir að skjóta lögreglumann – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt

29 börn hurfu af götum Atlanta – Einn maður var ákærður en fjölskyldurnar segja réttlætinu ekki fullnægt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr

Beinagrind horfins manns fannst í bílskúr
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar

Örvæntingarfull fjölskylda og ættingjar leita svara vegna dularfulls andláts stjörnunnar
Pressan
Fyrir 5 dögum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys

Segir vin sinn og mótleikara hafa misnotað sig við tökur The Lost Boys