fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Grikkir biðja ESB um stuðning til að verjast ágangi afganskra flóttamanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 13. september 2021 20:00

Flóttamenn á landamærum Grikklands og Tyrklands. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríska ríkisstjórnin segir að ESB eigi að taka þátt í kostnaði við gæslu á landamærum Grikklands við Tyrkland en Grikkir óttast mikinn straum afganskra flóttamanna að landamærunum. Nýlega var lokið við uppsetningu 27 kílómetra langrar girðingar til viðbótar við 13 kílómetra girðingu sem var fyrir á landamærunum.

Gaddavír er efst á girðingunni og rafrænn búnaður er notaður til vöktunar á landamærunum. Michalis Chrisochoidis, ráðherra almannavarna, sýndi fréttamönnum girðinguna nýlega og sagði við það tækifæri að ástandið í Afganistan valdi „möguleika á flóttamannastraumi“. „Við getum ekki horft aðgerðalaus á þennan hugsanlega möguleika. Landamæri okkar verða örugg og lokuð,“ sagði hann. Gríska ríkisstjórnin reiknar með að ráða 1.200 landamæraverði til starfa á næstunni til að styrkja gæsluna á landamærunum enn frekar. Að auki verður eftirlit strandgæslunnar í Eyjahafi styrkt. Hefur ESB beðið Framkvæmdastjórn ESB um 15,8 milljónir evra til þess verkefnis.

Notis Mitarachi, ráðherra innflytjendamála, sagði nýlega að Grikkir vilji takast á við flóttamanna- og innflytjendavandann á uppbyggilegan og áhrifaríkan hátt en hafi þörf fyrir sanngjarnan og nægan stuðning frá ESB til að geta það. „ESB á að styðja vernd ytri landamæra ESB í Grikklandi“, sagði ráðherrann.

Frá 2015 hefur ESB styrkt Grikki um sem svarar til um 300 milljarða íslenskra króna vegna flóttamannavandans, bæði til landamæragæslu og til móttöku flóttamanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 3 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks