fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

„Ömmur kaupa haglabyssur“ – Skortur á skotfærum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. ágúst 2021 22:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur bandarískra skotvopnaverslana segja að skotfæri seljist á methraða þessar vikurnar en heimsfaraldur kórónuveirunnar kyndir mjög undir ótta almennings um öryggi sitt og fjölgun afbrota.

Skotvopn hafa selst mjög vel síðan faraldurinn skall á vegna ótta almennings við upplausn og aukningu glæpa en einnig hafa sumir einfaldlega haft meiri tíma til veiða. En í öll þessi skotvopn þarf skotfæri og þau hafa rokselst að undanförnu og er farið að bera á skorti. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram kemur að framleiðendur segist framleiða eins mikið og þeir geta en samt sem áður eru hillur margra verslana hálftómar og verðið á skotfærum fer hækkandi.

Arden Frazin, skotvopnasali í New York, sagði í samtali við The Guardian að þeir sem voru að kaupa sér skotvopn í fyrsta sinn, eftir að faraldurinn skall á, hafi keypt tvo kassa af skotfærum með og aukning á sölu á skotfærum tengist ekki þeim sem áttu skotvopn fyrir. Hann sagði að mest væri spurt eftir skotfærum fyrir haglabyssur, skammbyssur og herrriffla. Hann sagði að framleiðendur vinni allan sólarhringinn en það dugi ekki til að anna eftirspurn.

National Shooting Sports Foundation segir að rúmlega 50 milljónir Bandaríkjamanna stundi skotíþróttir. Samtökin telja að rúmlega 20 milljónir skotvopna hafi verið seldar í landinu á síðasta ári.

Joe O‘Healy, framkvæmdastjóri Good Guys Guns & Ammo í Nanuet í New York, sagði að skotfærasala hafi tífaldast. Hann sagði að ótti fólks vegna heimsfaraldursins hafi orðið til þess að þjóðin sé að vopnast. „Við sjáum hluti sem við höfum aldrei séð áður, til dæmis einstæðar mæður með barnavagna og ömmur að kaupa haglabyssur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju
Pressan
Fyrir 5 dögum

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá

Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi eftir að hún skráði hundinn sinn á kjörskrá