fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Pressan

Norður-Kórea krefst tilslakana á refsiaðgerðum – Vantar „nauðsynjar“ á borð við áfengi og jakkaföt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 4. ágúst 2021 16:30

Pyongyang höfuðborg Norður-Kóreu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríki heims hafa árum saman beitt Norður-Kóreu refsiaðgerðum vegna vopnaskaks og kjarnorkutilrauna yfirvalda. Eitthvað virðast þessar aðgerðir vera farnar að bíta því yfirvöld í Norður-Kóreu krefjast nú tilslakana á refsiaðgerðum ef þau eiga að hefja viðræður um kjarnorkumál við Bandaríkin. Norðanmenn vilja meðal annars fá að flytja inn dýr vín og jakkaföt.

Þetta segja suðurkóreskir þingmenn. Þeir segja að grannarnir i norðri vilji einnig að þeim verði heimilað að flytja málma úr landi og kaupa eldsneyti og aðrar nauðsynjar. Þetta kom fram á fundi þingmanna með Park Jie-won, yfirmanni suðurkóresku leyniþjónustunnar.

Leyniþjónustan skýrði einnig frá því að verið væri að dreifa varabirgðum norðurkóreska hersins af hrísgrjónum en mikill matarskortur er í Norður-Kóreu vegna þurrka og ekki bæta refsiaðgerðir alþjóðasamfélagsins úr skák. Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur síðan gert ástandið enn verra. Varabirgðir hersins átti að geyma ef til stríðs kæmi og það sýnir því vel hversu slæmt ástandið er að nú sé gengið á þær. The Guardian skýrir frá þessu.

Í síðustu viku voru samskiptaleiðir á milli Kóreuríkjanna opnaðar á nýjan leik að frumkvæði Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Suðurkóreska leyniþjónustan segir að fulltrúar ríkjanna ræðist nú við tvisvar á dag. Í þessum viðræðum hafa norðanmenn sett fram óskir sínar um tilslakanir á refsiaðgerðum. Þeir vilja fá að flytja dýr vín og jakkaföt inn til að dreifa til elítunnar í höfuðborginni Pyongyang að sögn suðurkóresku leyniþjónustunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“

Hringdi inn í útvarpsþátt og sagðist hafa fundið lík – „Gaur, hringdu í lögregluna“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum

Vara eindregið við fjölkærum samböndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á

Nauðguðu 18 ára ítalskri konu og létu kærastann hennar horfa á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“

Varaforstjóri Campbell’s í vanda eftir að hljóðupptöku var lekið – „Hver kaupir þetta drasl?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili

Gerandi í Slender Man-árásinni hrottalegu strauk af áfangaheimili
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum

Vendingar í máli litla drengsins sem hvarf sporlaust fyrir tveimur mánuðum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína

Táningsstúlka fór fram á þunga refsingu fyrir móður sína
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?

Sakamál: Sjúklegt athæfi móður – Giftist börnum sínum – Hvernig var það hægt?