fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Þjóðverjar þurfa 400.000 faglærða innflytjendur á ári

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. ágúst 2021 18:00

Frá Berlín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er svo mikill skortur á vinnuafli í Þýskalandi að þangað vantar 400.000 faglærða innflytjendur á ári. Þetta segir Detlef Scheele, forstjóri þýsku vinnumálastofnunarinnar.

Í samtali við Süddeutsche Zeitung sagði hann að í hans augum snúist þetta ekki um hælisleitendur heldur um markvissa móttöku innflytjenda til að fylla upp í göt á vinnumarkaðnum. Hann sagði að það vanti starfsfólk í nær allar greinar atvinnulífsins. „Það verður alls staðar skortur á faglærðu starfsfólki. Allt frá fólki í umönnunarstörfum til háskólafólks,“ sagði hann.

Hvað varðar andstöðu við innflytjendur sagði Scheele að hún væri ekki skynsamleg. „Þú getur tekið þér stöðu og sagt: „Við viljum ekki útlendinga.“ En það gengur ekki upp. Staðreyndin er að Þýskaland er að verða uppiskroppa með vinnuafl,“ sagði hann.

Vegna lýðfræðilegrar þróunar í landinu mun Þjóðverjum á vinnumarkaði fækka um tæplega 150.000 á þessu ári og á næstu árum fjölgar þeim enn frekar.

Hann sagði að hægt sé að leysa vandann með því að mennta ófaglært fólk og fólk sem hefur misst vinnuna vegna nýrrar tækni eða með því að fá konur, sem vinna hlutastörf, til að vinna meira. En fyrst og fremst þarf að fá innflytjendur til landsins sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf