fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Nýtt manntal í Bandaríkjunum – Hvítu fólki fækkaði í fyrsta sinn í sögunni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. ágúst 2021 14:00

Miami gæti farið undir sjó fyrir aldamót. Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega voru birtar niðurstöður nýs manntals í Bandaríkjunum. Þær eru sérstaklega athyglisverðar vegna þess að hvítu fólki fækkaði í fyrsta sinn í sögunni og eru hvítir íbúar landsins nú tæplega 60% þjóðarinnar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að hvítu fólki hafi fækkað um 8,6% frá 2010 og er það nú 58% af þjóðinni. Fólki af spænskum eða latneskum uppruna fjölgaði um 23% og fólki af asískum uppruna fjölgaði um 35%. Svörtu fólki fjölgaði um 5,6%.

Þessar niðurstöður verða notaðar þegar þingmenn í ríkjum landsins byrja fljótlega að ákveða kjördæmaskiptingu þess fyrir kosningar í fulltrúadeild þingsins og ríkisþingin en kjördæmin eru 435. Sú skipting mun gilda næstu 10 árin.

Eins og fyrir 10 árum er reiknað með að Repúblikanar muni stýra þessari vinnu og notfæra sér stöðu sína til að teikna upp kjördæmi sem eru sérstaklega hagstæð fyrir frambjóðendur flokksins. Nýja kjördæmaskiptingin gæti gert lítið úr pólitískum áhrifum minnihlutahópa sem standa á bak við mannfjölgun í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið