fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Pressan

Tveir ungir menn skotnir til bana í Stokkhólmi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 06:01

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn á þrítugsaldri voru skotnir til bana í stigagangi fjölbýlishúss í Tensta í Stokkhólmi í gærkvöldi. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Aftonbladet segir að lögreglunni hafi verið tilkynnt um skothvelli skömmu eftir klukkan 22. Á vettvangi fundu lögreglumenn tvo mikið særða menn í stigagangi. Þeir voru strax fluttir á sjúkrahús. Á þriðja tímanum í nótt tilkynnti lögreglan að mennirnir væru báðir látnir.

Fjölmennt lögreglulið hefur verið á vettvangi í alla nótt. Tæknirannsóknir hafa farið fram og vitni hafa verið yfirheyrð en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Aftonbladet segist hafa heimildir fyrir að morðinginn hafi flúið af vettvangi á rafskútu. Annar hinna látnu er sagður hafa verið með rafskútu hjá sér og hann var að sögn í skotheldu vesti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“