fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Pressan

„Kanínur himinsins“ gera Nýsjálendingum lífið leitt

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 15. ágúst 2021 11:30

Kanadagæsir. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær eru árásargjarnar, heimaríkar, háværar og skíta meira en kílói á dag. Þetta eru Kanadagæsir sem hafa gert nokkur svæði á Nýja-Sjálandi að heimkynnum sínum með tilheyrandi óþægindum fyrir aðra íbúa.

Gæsirnar menga vatn, skemma beitiland og sums staðar er svo mikið af þeim að þær eru ógn við litlar flugvélar. En lítið er gert til að takast á við vandann. Ástæðan er að gæsirnar eru á gráu svæði hvað varðar aðgerðir gegn meindýrum og öðrum skaðvöldum. Engin opinber stofnun ber ábyrgð á aðgerðum gegn þeim og því fjölgar þeim mikið og eftir því sem þeim fjölgar, þeim mun meira tjóni valda þær og þeim mun meiri verður kostnaðurinn við að halda þeim niðri. The Guardian skýrir frá þessu.

Kanadagæsir eiga náttúruleg heimkynni í Norður-Ameríku og á heimskautasvæðinu. Þær voru fluttar til South Island á Nýja-Sjálandi árið 1905 til að fjölga möguleikum heimamanna til veiða. Allt fram til 2011 voru gæsirnar í flokki veiðifugla sem yfirvöld hafa umsjón með og eiga að sjá um að halda stofnstærð þeirra stöðugri. En bændum fannst ekki nægilega mikið gert til að halda stofninum niðri og töldu hann of stóran en hann var um 35.000 fuglar árum saman. Þeir þrýstu á um breytingu svo þeir mættu sjálfir sjá um veiðar á gæsum á landareignum sínum. Stjórnvöld létu undan þessum þrýstingi og 2011 voru veiðar á þeim gefnar frjálsar og bændum því í sjálfsvald sett að stunda veiðar á þeim.

En bændur og aðrir veiðimenn, sem höfðu hugsað sér gott til glóðarinnar, áttuðu sig fljótlega á að það er erfitt að veiða þessa snjöllu fugla og það er heldur ekki ódýrt. Ef hreiðrum þeirra er ógnað þá flytja þeir þau einfaldlega á nýja enn óaðgengilegri staði. Til að skjóta gæsirnar á flugi þurfa veiðimenn að búa yfir reynslu af slíku og hæfileikum. Af þessum sökum er reynt að ná fuglunum þegar þeir hafa hamskipti en á meðan geta þeir ekki flogið í skamman tíma. En þessi tími er á milli jóla og nýárs og þá eru færri veiðimenn sem geta staðið í veiðum og að auki er sumar á Nýja-Sjálandi þá og margir ferðamenn á ferð á slóðum þar sem gæsirnar halda sig og það gerir veiðimönnum erfitt fyrir.

Engar opinberar tölur eru nú til um stofnstærðina en á North Island er fjöldi þeirra sagður hafa náð nýjum hæðum og nýjustu tölur þar sýna að stofnstærðin hafi sexfaldast á 10 árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið

Hjálpaði Ed Gein við leitina að Ted Bundy? – Sannleikurinn á bak við Skrímslið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli

Gömul ritgerð eftir varnarmálaráðherra vekur athygli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 4 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu

Segist ekki ætla að gera sömu mistök í hjónabandi sínu og foreldrar hans gerðu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá

Hóta að slátra 30 mjöldrum ef ekki fáist peningar fyrir þá
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran