fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Metfjöldi COVID-19 dauðsfalla í Rússlandi – 55% ætla ekki að láta bólusetja sig

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. ágúst 2021 08:01

Kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar herjar á Rússland af miklum krafti og á þriðjudaginn var nýtt dapurlegt met sett hvað varðar dauðsföll af völdum COVID-19. 808 létust þann daginn. En þrátt fyrir mikinn fjölda smita og dauðsfalla þá gengur illa að bólusetja þjóðina en 55% hennar hafa ekki í hyggju að láta bólusetja sig.

Eins og víðar þá er það Deltaafbrigðið sem geisar og gerir landsmönnum lífið leitt en lítil þátttaka í bólusetningum hefur einnig sitt að segja.

Niðurstaða rannsóknar hugveitunnar Levada Center sýnir að 55% Rússa hafa ekki í hyggju að láta bólusetja sig.

Moskva er miðpunktur faraldursins í landinu. Þar hefur starfsfólki í ákveðnum atvinnugreinum verið gert skylt að láta bólusetja sig og gripið hefur verið til sama ráðs í nokkrum öðrum héruðum.

Í gær höfðu 28,8 milljónir Rússa lokið bólusetningu en 146 milljónir búa í landinu. Yfirvöld hafa ítrekað hvatt og beðið almenning um að láta bólusetja sig en það skilar litlum árangri.

Rússnesk yfirvöld hafa verið sökuð um að leyna umfangi faraldursins en samkvæmt opinberum tölum hafa rúmlega 168.000 látist af völdum COVID-19. Ef sú tala er skoðuð út frá íbúafjölda þá er Rússland í fimmtugasta sæti yfir hlutfallsleg dauðsföll af völdum COVID-19.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna

Brynhild flutti til Ameríku – Svo drap hún 40 menn og fjölda barna
Pressan
Í gær

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum

Þetta gæti verið ástæðan fyrir að þú sofnar alltaf í sófanum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi

Maður sem geymdi lík unnustu sinnar í þrjú ár dæmdur í fangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni

Þessi „slæma venja“ getur í raun verið lykillinn að betri svefni