fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Vinsæll hægrisinnaður fjölmiðlamaður og bóluefnaandstæðingur lést af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. ágúst 2021 05:59

Dick Farrel. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn hægrisinnaði útvarps- og sjónvarpsmaður Dick Farrel er látinn af völdum COVID-19. Hann var harður gagnrýnandi Anthony Fauci, helsta smitsjúkdómafræðings Bandaríkjanna, og hvatti fólk til að láta ekki bólusetja sig gegn kórónuveirunni.

Farrel lýsti Fauci sem „valdasjúkum lygalaupi“ sem væri hluti af samsæri „valdasjúkra frjálslyndra klikkhausa“ og hvatti hlustendur sína til að láta ekki bólusetja sig.

Hann skipti að sögn um skoðun varðandi bóluefnin eftir að hann smitaðist af kórónuveirunni. Hann var lagður inn á sjúkrahús vegna veikinda sinna en lést þann 4. ágúst, 65 ára að aldri. „Hann sendi mér sms og sagði mér að „fá það (bóluefnið, innsk. blaðamanns)“. Hann sagði mér að veiran væri ekkert grín og sagði: „Ég vildi að ég hefði fengið bóluefni!“,“ sagði Amy Leigh Hair, vinkona hans á Facebook.

Farrel, sem var frá New York, stýrði útvarpsþáttum í Flórída og var fréttaþulur hjá Newsmax sem er hægrisinnuð fréttastöð.

Farrel var stuðningsmaður Donald Trump og tók af miklum krafti undir samsæriskenningar um að Trump hefði tapað í forsetakosningunum vegna víðtæks kosningasvindls. Hann efaðist einnig um gagnsemi bóluefna gegn kórónuveirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi

Starfsmaður veitingastaðar dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir ógeðslegt athæfi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum