fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Pressan

Ók vísvitandi á múslímska fjölskyldu – 4 létust

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. júní 2021 06:35

Fólk leggur blóm á staðinn þar sem ekið var á fjölskylduna. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadíska lögreglan segir að tvítugur maður hafi vísvitandi ekið á fimm manna múslímska fjölskyldu í London í Ontario á sunnudagskvöldið. Maðurinn ók upp á gangstétt og á fólkið. Fjórir létust.

Á fréttamannafundi í gær sagði lögreglan að ekki sé útilokað að maðurinn verði ákærður fyrir hryðjuverk. „Það eru sannanir fyrir að þetta hafi verið skipulagt og gert af ásettu ráði og við teljum að fjölskyldan hafi verið valin vegna trúar sinnar,“ sagði Paul Waight, yfirlögregluþjónn, á fréttamannafundi.

Það var klukkan 20.40 að staðartíma á sunnudagskvöldið sem maðurinn ók á fjölskylduna. Þau sem létust voru 15 ára stúlka, 44 ára kona, 46 ára karl og 74 ára kona. 9 ára drengur lifði af en liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi.

Ed Holder, borgarstjóri, sagði á fréttamannafundinum að borgarbúar syrgi með fjölskyldunni en fólk úr þremur kynslóðum hennar hafi látist. „Þetta var fjöldamorð á múslímum í London og það átti sér rætur í hatri,“ sagði hann.

Hinn handtekni var handtekinn á sunnudaginn í verslunarmiðstöð um sjö kílómetra frá staðnum þar sem hann ók á fjölskylduna. Hann var að sögn í skotheldu vesti.

Þetta er mannskæðasta árásin á múslíma í Kanada síðan sex manns voru skotnir til bana í mosku í Québec 2017.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar

Ástarsagan sem skolaði á land handan Atlantshafsins 13 árum síðar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk

Rekin úr vinstri flokki – Er í sambandi með hægri öfgamanni sem skipulagði hryðjuverk
Pressan
Fyrir 1 viku

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum

Þrettán ára piltur notaði ChatGTP til að skipuleggja morð á nágranna sínum
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns

Átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann flutti erfiðustu opnunarræðu ferils síns
Pressan
Fyrir 1 viku

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum

Segja græðgi eigenda hafa valdið því að 25 ungar stúlkur létu lífið í sumarbúðum
Pressan
Fyrir 1 viku

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar

Telja að ríkir Vesturlandabúar hafi tekið þátt í hrottalegum morðtúrisma sér til skemmtunar