fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Skilaði hljómplötu með Bob Dylan 48 árum of seint

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. júní 2021 16:30

The Self Portrait með Bob Dylan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega skilaði Howard Simon hljómplötunni „The Self Portrait“ með Bob Dylan á Cleveland Heights bókasafnið í Ohio í Bandaríkjunum en þar fékk hann plötuna lánaða fyrir 48 árum. Simon sagði að platan væri „ein síst elskaða plata Dylan“ í bréfi sem hann sendi með plötunni.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að Simon hafi skrifað að þar sem hann sé nýfarinn á eftirlaun hafi hann nú tíma til að skoða eitt og annað sem varð út undan vegna vinnunnar og fjölskyldunnar. Hann hafi fundið plötuna sem hann fékk lánaða vorið 1973 þegar hann var 14 ára. Hann sagði að honum teljist til að hann hafi farið 17.480 daga fram yfir lánstímann. „Svo þetta er ansi seint og mér þykir þetta miður,“ skrifaði hann.

Platan var gefin út 1970 af Colombia Records og inniheldur meðal annars lögin „All The Tired Horses“ og „Let It Be Me“ og „Like A Rolling Stone“.

Simon sagðist telja að hann skuldaði 1.748 dollara í sekt ef sektin væri 10 cent á dag en sagði jafnframt að kostnaðurinn við að kaupa nýja plötu væri aðeins 1% af þeirri upphæð. Hann sendi bókasafninu ávísun upp á 175 dollara „fyrir æskubrekin“. Hann sendi safninu einnig eintak af „Western Reserve“ og sagði það vera góðan hlut í hljómplötusafn bókasafnsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Í gær

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“