fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Pressan

ESB og Bretland styrkja sambandið við Indland

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 8. maí 2021 14:00

ESB og Indland hyggjast efla samstarf sitt og viðskipti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ESB og Bretland vinna nú að gerð fríverslunarsamnings við Indland. Þetta er smá ljósglæta í miðjum heimsfaraldri kórónuveirunnar sem hefur lagst mjög þungt á Indland að undanförnu.

Á þriðjudaginn kynntu Bretar og Indverjar fjárfestingasamninga einkaaðila upp á 1 milljarð punda og um leið var tilkynnt að samningaviðræður um fríverslunarsamning væru að hefjast. ESB á einnig í viðræðum við Indverja en í gær fundaði Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, með leiðtogum ESB-ríkjanna í gegnum fjarfundabúnað.

Á mánudaginn ræddu Ursula von der Leyen, formaður Framkvæmdastjórnar ESB, og Modi saman í síma til að undirbúa fundinn. Að viðræðum þeirra loknum sagði von der Leyen að hún telji að nú sé tækifæri til að styrkja tengsl ESB og Indlands á mörgum sviðum og Modi sagðist vera bjartsýnn á samskipti og viðskipti Indlands og ESB í framtíðinni.

Samningaviðræðum ESB og Indlands var slitið 2013 þar sem ekki náðist saman um tollamál og málefni tengd vinnumarkaðnum.

Financial Times sagði nýlega að verið væri að vinna að nýju samstarfi ESB og Indlands um innviðauppbyggingu. Hugmyndin er að styðja við verkefni á Indlandi og í ESB og að styrkja önnur ríki um milljarða. Verkefnið á að vera svar við „Silkileiðar“ verkefni Kínverja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dick Cheney er látinn

Dick Cheney er látinn
Pressan
Í gær

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið

Telja sig vita hvert Andrés fyrrum Bretaprins ætli að flýja eftir fjölmiðlafárið
Pressan
Fyrir 2 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat

Óhugnaður eftir að 13 ára stúlka komst í kynni við mann á Snapchat
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð