fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Pressan

Eignaðist barn um borð í farþegaflugvél – Læknir og hjúkrunarfræðingar á fyrirburadeild voru meðal farþega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 08:00

Dale Glenn og Mounga með drenginn. Mynd:Twitter/Hawaii Pacific Health

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. apríl síðastliðinn var Lavinia Mounga á leið með farþegaflugvél frá Salt Lake City til Hawaii í frí. Hún var þá gengin 29 vikur með son sinn, Raymond. Þegar flugvélin var hálfnuð á leið sinni til Hawaii fékk Mounga hríðir og spurði áhöfnin því í kallkerfi vélarinnar hvort einhver læknir eða hjúkrunarfræðingur væri um borð. Svo vel vildi til að læknir var um borð og að auki þrír hjúkrunarfræðingar sem starfa á fyrirburadeild.

Það má því segja að Mounga hafi valið vel þegar hún ákvað að fljúga með þessu tiltekna flugi þar sem svo velmenntaðir farþegar voru með í för.

„Þegar flugið var um það bil hálfnað kom neyðarkall. Ég hef upplifað svona áður og venjulega er áhöfnin þá skýrt og greinilega að spyrja hvort læknir sé um borð. Þetta kall var ekki þannig og það var mjög áríðandi,“ sagði Dale Glenn, læknir, sem var um borð í vélinni. The Guardian skýrir frá þessu.

Auk hans gáfu þrír hjúkrunarfræðingar, sem starfa á fyrirburadeild sjúkrahúss í Kansas, sig fram og tóku fjórmenningarnir til óspilltra málana við að aðstoða Mounga. Nauðsynlegur búnaður, sem notaður er við fæðingar, var ekki um borð og því var gripið til þess ráðs að nota skóreimar til að klippa á naflastrenginn og binda um hann. Snjall úr var síðan notað til að mæla hjartslátt drengsins. „Við vorum öll að reyna að vinna í mjög litlu og þröngu rými í flugvél en það er mikil áskorun. En samvinnan var frábær,“ sagði Glenn.

Læknar og hjúkrunarfræðingar komu síðan um borð í vélina þegar hún lenti í Honolulu þremur klukkustundum síðar. Var Mounga og Raymond þá ekið frá borði í hjólastól og lét drengurinn heyra vel í sér á leiðinni út. Mounga hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi en Raymond mun dvelja á fyrirburadeild þar til hann getur farið heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima

Hataðasta par Bandaríkjanna: Skelltu sér í frí til Mexíkó yfir jólin en skildu ungar dætur sínar eftir einar heima
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 

Sagðist hafa orðið fyrir hrottalegri árás vegna stjórnmálaskoðana en ekki var allt sem sýndist – „Trump hóra“ 
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi

Kýs að deyja á eigin forsendum 25 ára – Hefur barist við sjaldgæfan sjúkdóm alla ævi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum

Viðurstyggð: Par sakfellt fyrir að afhöfða tvö af börnum sínum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi

Rússar lokka úkraínsk ungmenni til að fremja voðaverk í eigin landi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi

Verður fyrir viðskiptalegum skakkaföllum vegna hneyklismáls fyrrverandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra

Segir sjúkdóm stjörnueiginmannsins hafa haft óvænt áhrif á börn þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída

Ferðaðist til Bandaríkjanna í leit að ofbeldisfullum dauðdaga – Fannst í grunnri gröf í Flórída