fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
Pressan

Eignaðist barn um borð í farþegaflugvél – Læknir og hjúkrunarfræðingar á fyrirburadeild voru meðal farþega

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. maí 2021 08:00

Dale Glenn og Mounga með drenginn. Mynd:Twitter/Hawaii Pacific Health

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. apríl síðastliðinn var Lavinia Mounga á leið með farþegaflugvél frá Salt Lake City til Hawaii í frí. Hún var þá gengin 29 vikur með son sinn, Raymond. Þegar flugvélin var hálfnuð á leið sinni til Hawaii fékk Mounga hríðir og spurði áhöfnin því í kallkerfi vélarinnar hvort einhver læknir eða hjúkrunarfræðingur væri um borð. Svo vel vildi til að læknir var um borð og að auki þrír hjúkrunarfræðingar sem starfa á fyrirburadeild.

Það má því segja að Mounga hafi valið vel þegar hún ákvað að fljúga með þessu tiltekna flugi þar sem svo velmenntaðir farþegar voru með í för.

„Þegar flugið var um það bil hálfnað kom neyðarkall. Ég hef upplifað svona áður og venjulega er áhöfnin þá skýrt og greinilega að spyrja hvort læknir sé um borð. Þetta kall var ekki þannig og það var mjög áríðandi,“ sagði Dale Glenn, læknir, sem var um borð í vélinni. The Guardian skýrir frá þessu.

Auk hans gáfu þrír hjúkrunarfræðingar, sem starfa á fyrirburadeild sjúkrahúss í Kansas, sig fram og tóku fjórmenningarnir til óspilltra málana við að aðstoða Mounga. Nauðsynlegur búnaður, sem notaður er við fæðingar, var ekki um borð og því var gripið til þess ráðs að nota skóreimar til að klippa á naflastrenginn og binda um hann. Snjall úr var síðan notað til að mæla hjartslátt drengsins. „Við vorum öll að reyna að vinna í mjög litlu og þröngu rými í flugvél en það er mikil áskorun. En samvinnan var frábær,“ sagði Glenn.

Læknar og hjúkrunarfræðingar komu síðan um borð í vélina þegar hún lenti í Honolulu þremur klukkustundum síðar. Var Mounga og Raymond þá ekið frá borði í hjólastól og lét drengurinn heyra vel í sér á leiðinni út. Mounga hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi en Raymond mun dvelja á fyrirburadeild þar til hann getur farið heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara

Swing-stefnumót endaði með morði – Dró upp byssu þegar parið vildi fara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn

Hætt að tala við vinkonu sína af því hún neitaði að passa hundinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife

Ókyrrð í flugi olli meiðslum á farþegum á leiðinni til Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“

Þetta mun Trump hafa öskrað á þingkonu sína eftir að hún krafðist þess að Epstein-skjölin yrðu birt – „Hann var mjög reiður“
Pressan
Fyrir 6 dögum

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur

33 ár liðin frá einu dularfyllsta mannshvarfi Bretlands – Gekk inn á salerni og sást aldrei aftur
Pressan
Fyrir 6 dögum

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst

Maður fannst afhöfðaður í fiskabúri í leyniherbergi á heimili sínu – Málið þykir hafa átt að vera borðliggjandi en þó enn óupplýst
Pressan
Fyrir 1 viku

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu

Fjölskyldufríið varð að martröð þegar móðirin ákvað að kaffæra ókunnugt barn til að kenna því lexíu
Pressan
Fyrir 1 viku

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914

Sögulegir hlutir gerðust um jól: Einn undarlegasti atburður fyrri heimsstyrjaldarinnar átti sér stað á jóladag 1914