fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Pressan

Hér eru mestu líkurnar á að alvarlega veikir COVID-19 sjúklingar deyi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 30. maí 2021 15:00

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef maður er alvarlega veikur af COVID-19 eru verstu löndin til að vera í, í Afríku. Þetta kemur fram í umfjöllun BBC um nýja rannsókn sem hefur verið birt í hinu viðurkennda læknariti The Lancet.

„Dánartíðnin er miklu hærri í Afríku en annars staðar í heiminum vegna skorts á nauðsynjum,“ er haft eftir Bruce Biccard, prófessor við háskólann í Cape Town í Suður-Afríku. Hann sagði einnig að í raun fái aðeins annar hver COVID-19 sjúklingur, sem hefur þörf fyrir gjörgæslumeðferð, í Afríku nauðsynlega meðferð.

Í rannsókninni, sem er byggð á 3.000 COVID-19 sjúklingum í 10 Afríkuríkjum, kemur fram að þetta snúist um skort á nauðsynjum. Það vantar mikilvægan tækjabúnað og einnig vantar sérhæft starfsfólk. Í sumum tilfellum var nauðsynlegur tækjabúnaður til staðar en var ekki notaður.

Biccard sagði að rannsóknin sýni þörfina fyrir að skipta bóluefnum gegn veirunni jafnar á milli ríkja heims. Þar sem fátæku ríkin hafi litla möguleika á að meðhöndla sjúklinga sé rétt að beina áherslunni að bóluefnum til að koma í veg fyrir alvarlega faraldra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar

Vaxandi óánægja með yfirmann Alríkislögreglunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?

Hægri- og vinstrimenn Bandaríkjanna keppast við að sverja af sér meinta skotmanninn – En hvað er vitað um skoðanir hans?
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk

Ætla að refsa útlendingum sem gera lítið úr andláti Charlie Kirk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?

Er þetta maðurinn sem skaut Charlie?