fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Pressan

Obama stríðir samsæriskenningasmiðum – „Við höfum séð fljúgandi furðuhluti“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. maí 2021 22:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir samsæriskenningasmiðir telja að forsetar Bandaríkjanna, bæði núverandi og fyrrverandi, viti eitthvað meira um fljúgandi furðuhluti og líf utan jarðarinnar en við hin gerum. Meðal annars hefur Area 51 lengi verið hornsteinn samsæriskenninga um slík mál en samkvæmt þeim rekur Bandaríkjastjórn leynilega stöð þar, þar sem fljúgandi furðuhlutir og geimverur eru geymdar.

Óhætt er að segja að Barack Obama, fyrrum forseti, hafi hellt olíu á eldinn á mánudaginn þegar hann var gestur James Corden í „The Late Late Show“ en þar ræddu þeir meðal annars um fljúgandi furðuhluti, geimverur og hvað Obama veit um þessi mál.

Obama hafði áður rætt þessi mál, þar á meðal við Corden, og sagt að hann gæti ekki sagt neitt um hvað stjórnvöld vissu um fljúgandi furðuhluti og geimverur. Það gat hann ekki heldur á mánudaginn en þó veitti hann ákveðnar upplýsingar sem samsæriskenningasmiðir hafa væntanlega drukkið í sig af ákefð.

The Late Late Show“ er venjulega þáttur á léttu nótunum og svo var einnig á mánudaginn en skyndilega breytti Obama um takt þegar hann fór að ræða um fljúgandi furðuhluti og geimverur. „Sannleikurinn er, og ég er alvarlegur núna, er að það eru til upptökur, við höfum séð fljúgandi furðuhluti sem við gátum ekki fundið neina skýringu á. Við gátum ekki skýrt hvernig þeir hreyfðust, flugmynstur þeirra og svo framvegis,“ sagði hann.

Hann sagði að hugsanlega væru einhverjar þeirra kenninga sem til eru um fljúgandi furðuhluti og geimverur sannar en hann sló því föstu að ekki væri til nein leynileg rannsóknarstöð í Bandaríkjunum þar sem geimverur og fljúgandi furðuhlutir eru rannsakaðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar

Heldur því fram að faðir sinn sé einn afkastamesti raðmorðingi sögunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“

Maurar eru miðpunktur nýrra glæpasamtaka sem ógna Evrópu – „Þetta er eins og kókaín“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp

Vendingar í máli herforingjans sem var sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 2 dögum

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis

Láta þvag maraþonhlaupara ekki fara til spillis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“