fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Pressan

Ný rannsókn varpar ljósi á hvernig er hægt að ná viðvarandi þyngdartapi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 16. maí 2021 15:30

Vísindamenn telja sig hafa fundið leið til að viðhalda þyngdartapi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þeir sem hafa glímt við aukakíló og reynt að ná þeim af sér vita vel að það er erfitt viðhalda því þyngdartapi sem næst og margir bæta öllum kílóunum eða hluta þeirra á sig á nýjan leik. Nú hafa danskir vísindamenn varpað ljósi á hvernig er hægt að koma í veg fyrir að kílóin setjist aftur á fólk.

„Ef maður léttist þá breyta lystarhormónar sér mjög mikið og senda skilaboð til heilans um að þú sért að deyja úr hungri. Um leið dregur líkaminn úr orkunotkuninni. Þetta gerir að verkum að það er mjög erfitt að viðhalda þyngdartapi því þú ert að vinna gegn þinni eigin líffræði,“ Þetta hefur Jótlandspósturinn eftir Signe Sørensen Torekov, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, en hún stýrði rannsókn vísindamanna við Kaupmannahafnarháskóla og Hvidovre sjúkrahússins á hvernig er hægt að viðhalda þyngdartapi.

Rannsóknin var birt í vísindaritinu New England Journal of Medicine í síðustu viku. Í henni er varpað ljósi á nokkrar leiðir til að viðhalda þyngdartapi. Það er rétt að taka fram að vísindamennirnir fundu ekki töfralausn sem gerir fólki kleift að losna auðveldlega við aukakíló og viðhalda þyngdartapinu. En þeim tókst að sýna fram á hvernig mismunandi aðferðir viðhalda þyngdartapi.

Fullorðnir með BMI á milli 32 og 43 tóku þátt í rannsókninni en BMI tölurnar þýða að fólkið var „feitt“, „mjög feitt“ og í „mjög mikilli yfirþyngd“. Þátttakendurnir byrjuðu á átta vikna kúr þar sem þeir neyttu fárra hitaeininga. Að meðaltali léttust þeir um 13 kíló á þessum tíma. Að þessu átta vikum liðnum var fólkið beðið um að stunda hreyfingu, nota fitulyf, stunda hreyfingu og nota fitulyf eða lifa venjulegu lífi án áherslu á sérstaka aukahreyfingu.

Áhrifaríkasta leiðin til að viðhalda þyngdartapinu reyndist vera að blanda saman hreyfingu og notkun fitulyfja. „Við tókumst á við auknu matarlystina með því að gefa fitulyf sem dregur úr matarlystinni og við tókumst á við minni orkunotkun með því að nota stífa æfingaáætlun. Það var hægt að viðhalda þyngdartapinu með báðum aðferðum og ef þeim var blandað saman voru áhrifin tvöfalt meiri,“ sagði Torekov.

Að meðaltali léttust þeir sem tóku fitulyf og stunduðu æfingar um 16 kíló. Samanburðarhópurinn bætti um helmingi þeirrar þyngdar, sem hann léttist um, aftur á sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari

Umdeildur rappari í haldi lögreglu eftir að áhrifavaldur fannst látinn í baðkari
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn

Ræður því sjálfur hvort hann fari í rafmagnsstólinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“

„Ég svaf hjá öðrum manni nóttina fyrir brúðkaupið og giftist samt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna

Sakaður um að brugga Angelu Merkel og fleirum banaráð í gegnum vefsvæði hægri öfgamanna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn

Ráðgáta í Frakklandi: Var að grafa fyrir sundlaug við heimili sitt þegar hann datt í lukkupottinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum

Spurningar vakna um heilsu Pútíns eftir handaband hans og ungrar konu á dögunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik

Lík rússneskra hjóna fundust illa leikin í eyðimörk nærri Dubai – Blóðug hefnd fyrir samviskulaus svik
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn

Ungur maður nauðgaði ókunnugri konu á sextugsaldri á almannafæri því hann var hreinn sveinn