fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Pressan

Þjóðverjar vilja ekki útiloka Huawei frá uppbyggingu 5G

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 15. maí 2021 22:00

Farsími frá Huawei.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir óttast að Kínverjar stundi umfangsmiklar njósnir á Vesturlöndum í gegnum kínverska fyrirtækið Huawei og því hefur fyrirtækið víða verið útilokað frá að koma að uppbyggingu 5G farsímakerfisins. En Þjóðverjar vilja ekki fara þá leið og er fyrirtækinu heimilt að bjóða í uppbyggingu kerfisins.

Þýska ríkisstjórnin hefur komið nýjum lögum í gegnum þingið sem gera að verkum að nú má útiloka fyrirtæki frá þátttöku í uppbyggingu 5G ef þörf krefur. Til þess að það sé hægt þarf að uppfylla ákveðin skilyrði, bæði tæknileg og pólitísk.

Uppbygging kerfisins og hugsanleg aðkoma Huawei er eldfimt pólitískt séð en þessu tengjast óttinn við njósnir og milljarða viðskipti í evrum við Kína sem er mikilvægasta viðskiptaland Þýskalands. Málið er mjög mikilvægt út frá öryggispólitísku sjónarmiði og snýst óbeint um samband þýskra stjórnvalda við kommúnistastjórnina í Peking.

Huawei er nú þegar stórt fyrirtæki á þýska markaðnum og reiknað er með að fyrirtækið ætli að blanda sér í baráttuna um uppbyggingu 5G kerfisins. Samkvæmt kínverskum lögum verður fyrirtækið að afhenda kínverskum yfirvöldum þær upplýsingar og gögn sem fyrirtækið fær í gegnum farsímakerfi sitt og skiptir þá engu hvort það er um innlent eða erlent kerfi að ræða. Þessu hafa mörg ríki á Vesturlöndum miklar áhyggjur af og telja að kínversk yfirvöld gangi enn lengra en þetta í gagnasöfnun sinni. Bandaríkin hafa því þrýst mjög á Þjóðverja um að útiloka Huawei frá þátttöku í uppbyggingu kerfisins.

Nýju lögin snúast um tvennt. Í fyrsta lagi um tæknilegu hliðina og kveða þau á um að hægt sé að útiloka fyrirtæki frá þátttöku í uppbyggingu 5G ef það hefur ítrekað brotið lög. Er þar til dæmis átt við ranga upplýsingagjöf eða ef fyrirtækið tilkynnir ekki samstundis um öryggisbresti og lagfærir þá ekki strax. Í öðru lagi snúa lögin að pólitík og færa innanríkisráðuneytinu völd sem gera því kleift að útiloka notkun ákveðinnar tækni ef „bráðnauðsynlegir opinberir hagsmunir, aðallega tengdir þjóðaröryggi Þýskalands“ þykja í húfi. Der Spiegel skýrir frá þessu. Pólitísk íhlutun krefst þess þó að ráðuneytið njóti stuðning annarra ráðuneyta, allt eftir því hvaða geira samfélagsins öryggisbresturinn varðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði

Dæmd í fangelsi – Sendi stjörnunni 8.000 bréf á einum mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig

Gerði óhugnanlega uppgötvun heima hjá sér – Síðan hefur ráðgátan bara undið upp á sig