fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Hluti af San Andreas misgenginu gæti verið að setja sig í stellingar fyrir jarðskjálfta

Pressan
Sunnudaginn 21. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parkfield hluti San Andreas misgengisins í Kaliforníu sendir ansi misvísandi merki frá sér á sama tíma og talið er að vaxandi líkur séu á jarðskjálftavirkni á misgenginu.

Live Science segir að hluti San Andreas misgengisins, þar sem jarðskjálftar verða reglulega, geti hugsanlega gefið ákveðið merki frá sér áður en jarðskjálftar ríða yfir. Merkið gefur vísbendingu um opnun og lokun sprungna undir yfirborðinu.

Þessi hluti misgengisins, sem er þekktur sem Parkfield í miðhluta Kaliforníu, hristist yfirleitt á um 22 ára fresti. Síðast gerðist það 2004 svo það er ekki svo langt í næsta skjálfta ef misgengið heldur sig við rútínuna.

En núna ber svo við að fyrrgreint merki hefur ekki gert vart við sig á þessu svæði misgengisins og svæðið hegðar sér ekki nákvæmlega eins og það gerði síðast þegar skjálfti varð á því.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem hefur verið birt í vísindaritinu Frontiers in Earth Science. Í rannsókninni kemur fram að þetta geti þýtt að næsti skjálfti muni láta bíða eftir sér eða að upptök hans verði ekki á sama stað og 2004 en þá voru þau rétt suðaustan við bæinn Parkfield. Höfundar rannsóknarinnar benda á að engin leið sé að vita þetta fyrr en  næsti skjálfti ríður yfir.

San Andreas misgengið markar skilin á milli Kyrrahafsflekans og Norður-Ameríkuflekans. Sunnan við Parkfield er misgengið læst sem þýðir að flekarnir nuddast ekki saman. Norðan við Parkfield hreyfist misgengið og flekarnir fær sig nær hvor öðrum um 3,6 cm á ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?