fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Pressan

Lögreglumenn kærðir fyrir að taka mynd af nöktu líki

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. maí 2021 06:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir danskir lögreglumenn hafa verið kærðir fyrir að hafa tekið myndir með farsíma af látinni manneskju sem var nakin. Það var í tengslum við verkefni þeirra á vettvangi sem annar lögreglumaðurinn stillti sér upp hjá líkinu á meðan félagi hans tók myndir.

Annar lögreglumannanna hefur einnig verið kærður fyrir að hafa stungið fingri niður í fíkniefni, sem var á diski á sama vettvangi og fyrrnefnt lík fannst á, og síðan upp í sig og sagt að hér væri um kókaín að ræða.

Þetta kemur fram í skýrslu frá Den Uafhængige Politiklagemyndighed (DUP) sem rannsakar öll mál þar sem grunur leikur á að lögreglumenn hafi brotið af sér í starfi.

Meðal annarra mála sem DUP var með til meðferðar á síðasta ári var brot á þagnarskyldu. Tveir lögreglumenn eru enn til rannsóknar í því máli en á opinberum fundi, þar sem þeir héldu fyrirlestur, birtu þeir glærur þar sem nöfn, aldur, ljósmyndir og þjóðerni átta manns komu fram. Allt hafði fólkið komið við sögu í sakamálum sem var lokið.

Lögreglumaður misnotaði stöðu sína með því að nota lögregluskilríki sín til að fá uppgefna kennitölu nemanda í skóla þar sem sonur hans var einnig nemandi. Komið hafði til átaka á milli sonarins og hins nemandans. Hann var einnig kærður fyrir þjófnaði á handjárnum frá lögreglunni og að hafa notað þau til annars en verkefna lögreglunnar. Ríkissaksóknari féll frá ákæru þar sem lögreglumaðurinn hafði áður hlotið dóm í öðru máli og taldi saksóknari ekki líkur á að hann fengi þyngri refsingu þótt hann yrði sakfelldur fyrir fleiri brot.

Lögreglumaður fékk sekt fyrir of hraðan akstur eftir að handtekinn maður, sem var með honum í lögreglubifreiðinni, kvartaði undan akstri hans. Hann ók á 92 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 70 km/klst. Lögreglumaðurinn vildi ekki greiða sektina og fer málið því fyrir dóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum

Ætlar að senda eftirlitsmenn til að fylgjast með eftirlitsmönnum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt