fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Tveir handteknir vegna morðs á lögreglumanni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. maí 2021 05:42

Franskir lögreglumenn við störf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Franska lögreglan handtók í gær tvo menn sem eru grunaðir um að hafa skotið lögreglumann til bana á miðvikudag í síðustu viku í Avignon. Mennirnir voru handteknir um 20 kílómetra utan við Avignon. Annar þeirra er talinn hafa skotið lögreglumanninn og hinn er grunaður um að hafa verið í vitorði með honum.

Handtökurnar áttu sér stað nokkrum klukkustundum eftir að mörg hundruð manns höfðu tekið þátt í minningarathöfn um lögreglumanninn Eric Masson sem var 36 ára tveggja barna faðir.

Hann var skotinn þegar lögreglan lét til skara skríða gegn fíkniefnasölum. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra, segir að skotið hafi verið á marga lögreglumenn í aðgerðinni.

Morðið var mikið áfall fyrir íbúa Avignon en þar búa um 90.000 manns. Bærinn er einna þekktastur fyrir árlega leiklistarhátíð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“